Ef það er hnífaparakarfa í uppþvottavélinni þá segja sérfræðingar að ef hnífapörin eiga að verða alveg hrein, þá eigi skaftið að snúa niður og þar af leiðandi hinn endinn upp.
Ástæðan er að sá hluti sem snýr upp er sá hluti sem verður skítugastur við notkun.
Ef hann snýr upp þá er hann næst vatnsúðanum ef úðarinn er að ofanverðu.
Þeir hlutar hnífaparanna, sem standa upp fyrir kantinn á hnífaparakörfunni, verða hreinni en aðrir hlutar því karfann dregur úr krafti vatnsbununnar.
Þegar hnífapörin snúa svona, þá er minni hætta á að þau liggi þétt saman, þetta á sérstaklega við um skeiðar. Þannig getur vatnið leikið auðveldlega um þau.
Fremsti hluti hnífaparanna kemst ekki í beina snertingu við matarleifar sem geta endað í botni hnífaparakörfunnar.
Hnífapörin þorna betur ef þau snúa svona því vatnið rennur auðveldara af þeim.
En það er alltaf undantekning á hverri reglu og það á einnig við hér. Ef þú setur mjög beitta eða oddhvassa hnífa í uppþvottavélina er best að láta oddinn snúa niður. Þetta er auðvitað af öryggisástæðum því það er hætta á að einhver stingi sig ef oddurinn snýr upp.
Ef þú ert svo heppin(n) að eiga uppþvottavél með hnífaparabakka efst, þá skaltu nota hann. Þar liggja hnífapörin og það er miklu minni hætta á að skera sig eða stinga á þeim.