fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Pressan

Hvernig eiga hnífapörin að snúa í uppþvottavélinni?

Pressan
Laugardaginn 16. nóvember 2024 09:07

Hvernig snúa hnífapörin hjá þér þegar þú setur þau í uppþvottavélina? Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vissir þú að það er ekki sama hvernig hnífapörin snúa þegar þau eru sett í hnífaparakörfuna í uppþvottavélinni? Það er sem sagt hægt að snúa þeim rétt eða vitlaust. En ekki nóg með það, það er líka þriðji möguleikinn og segja sérfræðingar að það sé besti möguleikinn.

Ef það er hnífaparakarfa í uppþvottavélinni þá segja sérfræðingar að ef hnífapörin eiga að verða alveg hrein, þá eigi skaftið að snúa niður og þar af leiðandi hinn endinn upp.

Ástæðan er að sá hluti sem snýr upp er sá hluti sem verður skítugastur við notkun.

Ef hann snýr upp þá er hann næst vatnsúðanum ef úðarinn er að ofanverðu.

Þeir hlutar hnífaparanna, sem standa upp fyrir kantinn á hnífaparakörfunni, verða hreinni en aðrir hlutar því karfann dregur úr krafti vatnsbununnar.

Þegar hnífapörin snúa svona, þá er minni hætta á að þau liggi þétt saman, þetta á sérstaklega við um skeiðar. Þannig getur vatnið leikið auðveldlega um þau.

Fremsti hluti hnífaparanna kemst ekki í beina snertingu við matarleifar sem geta endað í botni hnífaparakörfunnar.

Hnífapörin þorna betur ef þau snúa svona því vatnið rennur auðveldara af þeim.

En það er alltaf undantekning á hverri reglu og það á einnig við hér. Ef þú setur mjög beitta eða oddhvassa hnífa í uppþvottavélina er best að láta oddinn snúa niður. Þetta er auðvitað af öryggisástæðum því það er hætta á að einhver stingi sig ef oddurinn snýr upp.

Ef þú ert svo heppin(n) að eiga uppþvottavél með hnífaparabakka efst, þá skaltu nota hann. Þar liggja hnífapörin og það er miklu minni hætta á að skera sig eða stinga á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogi japanska íhaldsflokksins setti allt á hliðina með hugmyndum sínum um aukna frjósemi japanskra kvenna

Leiðtogi japanska íhaldsflokksins setti allt á hliðina með hugmyndum sínum um aukna frjósemi japanskra kvenna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áður heilsuhraustur unglingur þungt haldinn vegna fuglaflensu

Áður heilsuhraustur unglingur þungt haldinn vegna fuglaflensu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rauð viðvörun á Spáni: Íbúar plasta bílana sína og festa þá við ljósastaura

Rauð viðvörun á Spáni: Íbúar plasta bílana sína og festa þá við ljósastaura
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var stjarnan í kvikmynd sem mokaði 90 milljónum dollara í kassann – Fékk 300 dollara fyrir 10 daga vinnu

Hann var stjarnan í kvikmynd sem mokaði 90 milljónum dollara í kassann – Fékk 300 dollara fyrir 10 daga vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Costco neyddist til að farga 40 þúsund kg af smjöri – Ástæðan er heimskuleg

Costco neyddist til að farga 40 þúsund kg af smjöri – Ástæðan er heimskuleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump sagður vera búinn að velja utanríkisráðherra – ekki endilega góðar fréttir fyrir Úkraínu

Trump sagður vera búinn að velja utanríkisráðherra – ekki endilega góðar fréttir fyrir Úkraínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjóst ekki við þessu þegar hún opnaði sendingu frá Shein – Fór beint á slysadeild

Bjóst ekki við þessu þegar hún opnaði sendingu frá Shein – Fór beint á slysadeild