Þegar þangað var komið stal hann vegabréfi eiginkonu sinnar og öðrum persónuskilríkjum og hélt svo af landi brott. Óhætt er að segja að konan hafi upplifað martröð í kjölfarið því hún sat föst í Súdan í samtals 16 mánuði.
Mohamed, sem er 52 ára, neitaði sök í málinu en dómari taldi næg sönnunargögn vera fyrir hendi til að sakfella hann.
Var brot mannsins talið varða við ákvæði laga þar sem fjallað er um mansal enda neyddi hann í raun konuna til að sitja föst í öðru landi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem einstaklingur er sakfelldur fyrir mansal af þessu tagi í Ástralíu.
Dómari í málinu var ómyrkur í máli og sagði að maðurinn hefði komið fram við eiginkonu sína eins og „eign“ sem hann gæti auðveldlega losað sig við.