fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
433Sport

Ekki hlustað á Akurnesinga sem sökuðu Morgunblaðið um smellubeitu – „Sem er verulega ámælisvert af blaðamanni“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki var hlutsað á rök Skagamanna um að Morgunblaðið hefði verið með smellubeitu þegar kom að viðtali við Jón Þór Hauksson, þjálfara karlaliðsins á dögunum. Hefur KSÍ sektað ÍA fyrir ósæmilega framkomu Jóns Þórs., í viðtali sem birtist á vefmiðlinum mbl.is, þann 19. október 2024. Var um að ræða opinber ummæli sem eru að mati málskotsnefndar til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi verið vegið að heiðarleika og heilindum dómara í leik ÍA og Víkings R. í Bestu deild karla, þann 19. október sl.

Ummælin féllu eftir að Elías Ingi Árnason dómari hafði gert sig sekan um slæm mistök.

Ummæli sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra eru eftirfarandi:
„Það er ljóst að dómarinn var með eitthvað markmið í þessum leik, eða þá að hann átti alveg rosalega slakan dag. Hann var alveg hræðilegur og það bitnaði á okkur. Í sigurmarkinu þeirra er brotið á Johannesi Vall. Ég veit ekki hvort dómarinn hafi verið með æðra markmið í þessu í dag en það er klárt mál að hann stal þessum sigri frá okkur.“

Í samræmi við grein 21.2. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál ber að fara með mál, sem málskotsnefnd KSÍ vísar til nefndarinnar á grundvelli 21. greinar, eins og um kærumál sé að ræða. Greinargerðin málskotsnefndar var því send til
ÍA og félaginu gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum í málinu á framfæri við nefndina fyrir kl. 12:00 þriðjudaginn 29. október 2024.

Á fundi nefndarinnar 29. október 2024 lá fyrir greinargerð sem barst nefndinni þann 28. október sl. frá knattspyrnufélagi ÍA. Í greinargerðinni kemur m.a. eftirfarandi fram:

„Hvað ummælin varðar sérstaklega þá er í texta mbl.is látið líta út fyrir að um beina tilvitnun í þjálfarann sé að ræða. Við hlustum á upptöku má ljóst vera að svo er ekki, sem er verulega ámælisvert af blaðamanni. Í viðtalinu við þjálfarann kemur upp orðið „agenda“, en áður að því er komið er settur sterkur fyrirvari. Allt annað í viðtalinu lítur að slæmri frammistöðu dómarans. Ef önnur viðtöl við þjálfarann vegna sama leiks eru skoðuð má sjá að allt hans tal beinist að verulega slæmri frammistöðu dómarans án þess að nokkuð annað sé gefið til kynna. Að hafa þá skoðun að dómari hafi staðið sig illa er ekki ámælisvert. Sú grunur vaknar að umræddur blaðamaður mbl.is hafi leynt og ljóst verið að sækjast eftir því að Jón Þór Hauksson myndi tjá sig með óviðeigandi hætti um dómara leiksins. Ummerki þess sjást vel í fyrirsögn fréttarinnar sem er einhvers konar „smellubeita“. Ekki verður á það fallist að í svörum Jóns Þórs við leiðandi spurningum blaðamanns felist að hann hafi dregið heilindi dómarans í vafa.“

Vegna greinargerðar ÍA, ákvað aga- og úrskurðarnefndar að fresta afgreiðslu málsins um eina viku og óska eftir upptöku af umræddu viðtali frá mbl.is. Á fundi nefndarinnar þann 5. nóvember, lá upptakan fyrir.

Niðurstaða:
Fyrir liggur að taka þarf afstöðu til þess hvort framkoma þjálfara mfl. karla hjá ÍA, Jóns Þórs Haukssonar, sem vitnað er til í greinargerð frá málskotsnefndar KSÍ, dags. 22. október sl., falli undir ákvæði 21. gr. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Ákvæðið er svohljóðandi:

„Málskotsnefnd KSÍ er heimilt að vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara og/eða eftirlitsmanns á leiknum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega.“

Með vísan til greinar 4.1. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót skulu félög, iðkendur, forystumenn og aðrir jafnan sýna drengskap og forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á íþróttinni og koma fram af hollustu, heiðarleika og sönnum íþróttaanda. Þeir sem taka þátt í starfi knattspyrnuhreyfingarinnar skulu leitast við að gera ekkert það sem til vanvirðu má telja fyrir íþróttina. Sérhvert félag er ábyrgt fyrir framkomu leikmanna, forráðamanna, félagsmanna og stuðningsmanna sinna og allra þeirra sem hafa hlutverk á vegum þess í tengslum við kappleik, sbr. grein 4.2. sömu reglugerðar. Ennfremur segir í grein 5.10. laga KSÍ, að sérhvert aðildarfélag skal bera ábyrgð á framkomu leikmanna, forráðamanna, félagsmanna og stuðningsmanna sinna og allra þeirra sem hafa hlutverki að gegna á vegum þess vegna ámælisverðrar eða óásættanlegrar framkomu þessara aðila innan vébanda KSÍ, og getur sætt viðurlögum sem nánar er kveðið á um í lögum þessum og reglugerðum KSÍ.

Í greinargerð ÍA er því m.a. hafnað að rétt sé eftir þjálfara ÍA haft í umræddu viðtali við mbl.is Við hlustun á upptöku megi vera ljóst að ekki gæti nákvæmni í því sem eftir þjálfaranum er haft. Fyrirsögn fréttar hafi verið úr samhengi og til þess fallin að fá þá sem sjá hana að smella að á fréttina og uppskera þannig aukinn lestur. Þá er því mótmælt af hálfu ÍA að notað sé sem refsigrundvöllur einstök ummæli sem birtast í texta þar sem ekki er með nákvæmum hætti eftir honum haft.

Það er mat aga- og úrskurðarnefndar, eftir hlustun á upptöku af umræddu viðtali og að virtum öðrum fyrirliggjandi gögnum, að tilvitnuð ummæli Jón Þórs Haukssona í frétt mbl.is séu í fullu samræmi við ummæli hans á upptöku og að ummælin hafi verið ósæmileg og hafi skaðað ímynd íslenskrar knattspyrnu. Samkvæmt þessu falla ummæli Jóns Þórs undir ákvæði 21. gr. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Í samræmi við reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, grein 13.9.e), hefur brot á 21. grein í för með sér sekt að fjárhæð kr. 200.000,- en þó ekki lægri en kr. 50.000,- og/eða leikbann í tiltekinn fjölda leikja eða tímabundið.

Ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 5. nóvember 2024 að sekta knattspyrnufélag ÍA, um kr. 75.000,- vegna framangreindra opinberra ummæla Jóns Þórs Haukssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sá sem borgaði 3 milljarða fyrir Orra í sumar að hætta

Sá sem borgaði 3 milljarða fyrir Orra í sumar að hætta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fá ekki að vita hver dánarorsök var fyrr en á næsta ári

Fá ekki að vita hver dánarorsök var fyrr en á næsta ári
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir nánustu aðstoðarmenn Gerrard reknir en hann virðist ætla að lifa af

Tveir nánustu aðstoðarmenn Gerrard reknir en hann virðist ætla að lifa af
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dóttir Roy Keane er trúlofuð nýjasta leikmanni enska landsliðsins

Dóttir Roy Keane er trúlofuð nýjasta leikmanni enska landsliðsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KSÍ úthlutaði 30 milljónum – Rúmlega helmingur fór til Egilsstaða

KSÍ úthlutaði 30 milljónum – Rúmlega helmingur fór til Egilsstaða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telur að Amorim fullkomni púslið hjá United svo allt fari að virka

Telur að Amorim fullkomni púslið hjá United svo allt fari að virka