fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
433Sport

Víkingur þarf að borga væna summu í sekt fyrir framkomu stuðningsmanna – Blikar fá smá sekt

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 12:02

Það komast 2500 fyrir í Víkinni á sunnudag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur hefur verið sektað um 224 þúsund krónur vegna stuðningsmanna félagsins, ástæðan eru blys sem stuðningsmenn kveiktu á í tveimur leikjum.

Um er að ræða úrslitaleikinn gegn Breiðablik og næst síðasta leik sumarsins gegn ÍA.

Fær Víkingur 150 þúsund króna sekt fyrir leikinn gegn Breiðablik og 75 þúsund krónur fyrir atvikið gegn ÍA.

Breiðablik fær sekt fyrir stuðningsmenn sína sem kveiktu einnig á blysum í úrslitaleik Bestu deildarinnar þar sem Breiðablik varð Íslandsmeistari.

Víkingur R. vegna framkomu áhorfenda – Blys

Úr úrskurði:

„Á fundi nefndarinnar þann 29. október 2024 lá fyrir greinargerð frá knattspyrnudeild Víkings R. Að virtri greinargerð knattspyrnudeildar Víkings R. og öðrum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkoma áhorfenda í framangreindum leik ÍA og Víkings R. hafi verið vítaverð og hættuleg og falli undir ákvæði 13.9.d. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.
Með vísan til framangreinds ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að sekta Knattspyrnudeild Víkings R. vegna framkomu áhorfenda, nánar tiltekið vegna notkunar á blysum í áhorfendastúku. Þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar Víkings R. hæfilega ákveðin kr. 75.0000,-. Við ákvörðun viðurlaga knattspyrnudeildar Víkings R: tekur nefndin mið af úrskurði á hendur knattspyrnudeild Víkings R. dags. 11.6.2024. Hefur úrskurður í fyrirliggjandi máli því ítrekunaráhrif sem sektarákvörðun tekur mið af.“

Breiðablik vegna framkomu áhorfenda

Úr úrskurði:

„Á fundi nefndarinnar þann 5. nóvember 2024 lá fyrir greinargerð frá knattspyrnudeild Breiðablik. Að henni virtri og öðrum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkoma áhorfenda í framangreindum leik Víkings R. og Breiðablik hafi verið vítaverð og hættuleg og falli undir ákvæði 13.9.d. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.
Með vísan til framangreinds ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að sekta Knattspyrnudeild Breiðabliks vegna framkomu áhorfenda, nánar tiltekið vegna notkunar á blysum í áhorfendastúku. Þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar Breiðabliks hæfilega ákveðin kr. 50.000,-.“

Víkingur R. vegna framkomu áhorfenda

Úr úrskurði:

„Á fundi nefndarinnar þann 5. nóvember 2024 lá ekki fyrir greinargerð frá knattspyrnudeild Víkings R. Að því virtu og öðrum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkoma áhorfenda í framangreindum leik Víkings R. og Breiðablik hafi verið vítaverð og hættuleg og falli undir ákvæði 13.9.d. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.
Með vísan til framangreinds ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að sekta Knattspyrnudeild Víkings R. vegna framkomu áhorfenda, nánar tiltekið vegna notkunar á blysum í áhorfendastúku. Þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar Víkings R. hæfilega ákveðin kr. 150.000,-. Við ákvörðun viðurlaga knattspyrnudeildar Víkings R. tekur nefndin mið af úrskurðum á hendur knattspyrnudeild Víkings R. dags. 11.6.2024 og 30.10.2024. Hefur úrskurður í fyrirliggjandi máli því ítrekunaráhrif sem sektarákvörðun tekur mið af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sá sem borgaði 3 milljarða fyrir Orra í sumar að hætta

Sá sem borgaði 3 milljarða fyrir Orra í sumar að hætta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fá ekki að vita hver dánarorsök var fyrr en á næsta ári

Fá ekki að vita hver dánarorsök var fyrr en á næsta ári
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir nánustu aðstoðarmenn Gerrard reknir en hann virðist ætla að lifa af

Tveir nánustu aðstoðarmenn Gerrard reknir en hann virðist ætla að lifa af
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dóttir Roy Keane er trúlofuð nýjasta leikmanni enska landsliðsins

Dóttir Roy Keane er trúlofuð nýjasta leikmanni enska landsliðsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KSÍ úthlutaði 30 milljónum – Rúmlega helmingur fór til Egilsstaða

KSÍ úthlutaði 30 milljónum – Rúmlega helmingur fór til Egilsstaða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telur að Amorim fullkomni púslið hjá United svo allt fari að virka

Telur að Amorim fullkomni púslið hjá United svo allt fari að virka