fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
433Sport

Víkingur þarf að borga væna summu í sekt fyrir framkomu stuðningsmanna – Blikar fá smá sekt

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 12:02

Það komast 2500 fyrir í Víkinni á sunnudag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur hefur verið sektað um 224 þúsund krónur vegna stuðningsmanna félagsins, ástæðan eru blys sem stuðningsmenn kveiktu á í tveimur leikjum.

Um er að ræða úrslitaleikinn gegn Breiðablik og næst síðasta leik sumarsins gegn ÍA.

Fær Víkingur 150 þúsund króna sekt fyrir leikinn gegn Breiðablik og 75 þúsund krónur fyrir atvikið gegn ÍA.

Breiðablik fær sekt fyrir stuðningsmenn sína sem kveiktu einnig á blysum í úrslitaleik Bestu deildarinnar þar sem Breiðablik varð Íslandsmeistari.

Víkingur R. vegna framkomu áhorfenda – Blys

Úr úrskurði:

„Á fundi nefndarinnar þann 29. október 2024 lá fyrir greinargerð frá knattspyrnudeild Víkings R. Að virtri greinargerð knattspyrnudeildar Víkings R. og öðrum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkoma áhorfenda í framangreindum leik ÍA og Víkings R. hafi verið vítaverð og hættuleg og falli undir ákvæði 13.9.d. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.
Með vísan til framangreinds ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að sekta Knattspyrnudeild Víkings R. vegna framkomu áhorfenda, nánar tiltekið vegna notkunar á blysum í áhorfendastúku. Þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar Víkings R. hæfilega ákveðin kr. 75.0000,-. Við ákvörðun viðurlaga knattspyrnudeildar Víkings R: tekur nefndin mið af úrskurði á hendur knattspyrnudeild Víkings R. dags. 11.6.2024. Hefur úrskurður í fyrirliggjandi máli því ítrekunaráhrif sem sektarákvörðun tekur mið af.“

Breiðablik vegna framkomu áhorfenda

Úr úrskurði:

„Á fundi nefndarinnar þann 5. nóvember 2024 lá fyrir greinargerð frá knattspyrnudeild Breiðablik. Að henni virtri og öðrum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkoma áhorfenda í framangreindum leik Víkings R. og Breiðablik hafi verið vítaverð og hættuleg og falli undir ákvæði 13.9.d. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.
Með vísan til framangreinds ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að sekta Knattspyrnudeild Breiðabliks vegna framkomu áhorfenda, nánar tiltekið vegna notkunar á blysum í áhorfendastúku. Þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar Breiðabliks hæfilega ákveðin kr. 50.000,-.“

Víkingur R. vegna framkomu áhorfenda

Úr úrskurði:

„Á fundi nefndarinnar þann 5. nóvember 2024 lá ekki fyrir greinargerð frá knattspyrnudeild Víkings R. Að því virtu og öðrum fyrirliggjandi gögnum er það álit nefndarinnar að framkoma áhorfenda í framangreindum leik Víkings R. og Breiðablik hafi verið vítaverð og hættuleg og falli undir ákvæði 13.9.d. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál.
Með vísan til framangreinds ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ að sekta Knattspyrnudeild Víkings R. vegna framkomu áhorfenda, nánar tiltekið vegna notkunar á blysum í áhorfendastúku. Þykir upphæð sektar knattspyrnudeildar Víkings R. hæfilega ákveðin kr. 150.000,-. Við ákvörðun viðurlaga knattspyrnudeildar Víkings R. tekur nefndin mið af úrskurðum á hendur knattspyrnudeild Víkings R. dags. 11.6.2024 og 30.10.2024. Hefur úrskurður í fyrirliggjandi máli því ítrekunaráhrif sem sektarákvörðun tekur mið af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem vakti heimsathygli: Stórstjarnan hálfnakin í 20 gráðu frosti – Fjölskyldan vildi ekki taka þátt

Sjáðu myndbandið sem vakti heimsathygli: Stórstjarnan hálfnakin í 20 gráðu frosti – Fjölskyldan vildi ekki taka þátt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Guardiola virkar áhyggjufullur fyrir leikinn í dag – ,,Ekki fullkominn andstæðingur“

Guardiola virkar áhyggjufullur fyrir leikinn í dag – ,,Ekki fullkominn andstæðingur“
433Sport
Í gær

Þetta eru 50 stærstu nágrannaslagir heims

Þetta eru 50 stærstu nágrannaslagir heims
433Sport
Í gær

Sævar: „Á tvo lélega mánuði þar sem ég brenn eiginlega út“

Sævar: „Á tvo lélega mánuði þar sem ég brenn eiginlega út“
433Sport
Í gær

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd