fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Segir stjórnlynda hagfræðinga á borð við Kristrúnu stórhættulega – „Með því að ofmeta sjálfa sig“

Eyjan
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Miðað við hugmyndir Samfylkingar um aukna skattheimtu, miðað við hugmyndir um aukin veiðigjöld og svo framvegis, þetta dregur auðvitað úr mætti hagkerfisins og þannig úr ráðstöfunarfé heimilanna,“

segir Heiðar Guðjónsson hagfræðingur sem er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni.

Heiðar, sem er fyrrum forstjóri Sýnar og stjórnarformaður fyrirtækisins árin 2014-2019, segir  Kristrúnu, sem er menntaður hagfræðingur, ætla að leiða ríkisstjórn væntanlega vinstri manna. Segir hann Kristrúnu ekki jafn róttæka vinstri og Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir eru. „Þannig að það getur vel verið að hún fari betur með fé almennings, fé annarra.“

Segir hann stjórnlynda hagfræðinga vera stórhættulega, „það eru þeir sem ætla að skipuleggja hagkerfið, ekki út frá reglum heldur út frá geðþótta, þeir ætla að velja fyrir hönd fólks, þeir ætla að taka sjálfsákvörðunarréttinn af fyrirtækjum, af einstaklingum. Þannig að hagfræðingar geta sannarlega verið gereyðingarvopn, en þeir geta líka verið mjög góðir. Ég hef alltaf mjög mikinn fyrirvara á vinstri sinnuðum hagfræðingum vegna þess að þeir geta valdið ómældum skaða. Með því að ofmeta sjálfa sig, þeir eru svo klárir, þeir eru svo upplýstir, þeir eiga bara að stjórna, en það er engin ein manneskja hversu gáfuð sem hún er, sem getur bara ein og sér stjórnað.“

Heiðar segir að þess vegna sé til kapítalískt kerfi, „þar sem lýðræði og kapítalismi fari saman þar sem hver stjórnar út frá eigin forsendum hverju sinni, hver einn og einasti í kerfinu og það býr til miklu meiri velmegun og réttlátara samfélag.“

Segir hann betra að bjóða upp á jöfn tækifæri. „Auðvitað eru ekki allir jafn góðir í öllu, en að allir fái að minnsta kosti tækifæri til að blómstra. Hvernig þeir síðan vinna úr sínum tækifærum, þú þarft svolítið að bera ábyrgð á því. Það er ekki hægt að kasta þeirri ábyrgð á alla aðra. Þess vegna hef ég ekki trú á jafnri útkomu en ég hef trú á því að reyna að jafna tækifærin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skólamál: Afglöp hjá ráðherra – nokkur ár er langur tími í æsku eins barns

Skólamál: Afglöp hjá ráðherra – nokkur ár er langur tími í æsku eins barns
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “