fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Rauð viðvörun á Spáni: Íbúar plasta bílana sína og festa þá við ljósastaura

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rauð viðvörun er í gildi á svæðum á austurhluta Spánar vegna rigningarspár og hugsanlegrar flóðahættu. Minnugir hamfaranna í Valencia-héraði fyrir um tveimur vikum eru íbúar augljóslega við öllu búnir.

Daily Mail greinir frá þessu.

Í frétt miðilsins kemur fram að nokkur þúsund íbúar á Costa del Sol hafi yfirgefið heimili sín og þá verða skólar á svæðinu lokaðir í dag. Fólk er hvatt til að fara að öllu með gát.

Á samfélagsmiðlum má sjá myndir frá Malaga þar sem dæmi eru um að íbúar hafi plastað bílana sína til að takmarka líkurnar á að þeir verði fyrir vatnstjóni. Þá hafa sumir brugðið á það ráð að skorða þá við ljósastaura til að koma í veg fyrir að hugsanleg flóð taki þá með sér.

Malaga er fjölmennasta borgin á Costa del Sol-svæðinu en þar eru einnig vinsælir ferðamannastaðir eins og Marbella og Estepona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar