fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Hrollvekjandi framtíðarsýn: Hitastig myndi falla um 7-9 gráður og Ísland yrði óbyggilegt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 14:28

Stefan Rahmsdorf til vinstri og Sigurður Loftur til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Engin loftslagsaðgerð telst óhagkvæm ef hagkerfið sjálft er í húfi,“ segir Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur í aðsendri grein á Vísi. Óhætt er að segja að grein Sigurðar sé hrollvekjandi en þar fer hann yfir það sem gæti gerst hér á landi ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða í loftslagsmálum. Hann vísar í þýska hafeðlisfræðinginn Stefan Rahmstorf en hann hélt áhrifamikinn fyrirlestur í Háskóla Íslands fyrir skemmstu og meðal annars var fjallað um á Vísi.

Þar kom fram að allt að helmingslíkur væru á því að farið verði yfir vendipunkt svokallaðrar veltihringrásar Atlantshafsins á þessari öld. Fer Sigurður, sem skipar áttunda sætið á lista VG í Reykjavík suður, yfir það hvað þetta þýðir.

Kuldapollurinn suðsvestur af Íslandi

„Okkur var kennt í skóla að Íslendingar eigi allt lífsviðurværi sitt undir Golfstraumnum komið. Hluti Golfstraumsins liggur norður til Íslands og tengist stærri hringrás sem er kölluð veltihringrás Atlantshafsins eða AMOC (Atlantic Meridional Overturning Circulation). Sú veltihringrás er drifin áfram af seltu. Sjórinn er hlýrri og saltari við miðbaug vegna uppgufunar og hann flytur okkur varma þegar hann streymir norður til Íslands. Þegar straumurinn tekur að kólna þá sekkur hann því saltari sjór er eðlisþyngri. Niðurstreymi sjósins tekur með sér súrefni þegar það sekkur niður í djúpin og á þeim svæðum eru jafnan gjöful fiskimið,“ segir Sigurður í grein sinni og spyr hvort þessi veltihringrás geti hrunið.

Hann bendir á að undanfarna áratugi hafi mælst kuldapollur í hafinu suðvestur af Íslandi, akkúrat á því svæði þar sem straumur veltihringrásar sekkur.

Þýskur sérfræðingur segir að breytingar á hafstraumum gætu orðið katastrófa fyrir Ísland

„Þetta þýðir að veltihringrásin sé að dvína og stafar það af auknu írennsli ferskvatns frá bráðnun Grænlandsjökuls og aukinni úrkomu. Aukið ferskvatn dregur úr virkni hringrásarinnar, sem dregur úr streymi saltvatns norður á bóginn, sem dregur enn frekar úr virkni hringrásarinnar. Eftir að farið er yfir vendipunkt í þessu ferli, verður það að vítahring sem dregur sífellt meir úr virkni hringrásarinnar þar til hún hrynur.“

Vendipunkturinn er nær en við höldum

Í grein sinni bendir Sigurður á að aðeins nýlega séu loftslagslíkön farin að taka tillit til þessa samspils jökla, hafs og lofts. Komið hafi í ljós að vendipunkturinn sé mun nær en við höldum og hrun veltihringrásárinnar sé yfirvofandi ef ekkert verður gert.

„Stefan Rahmstorf hefur tekið saman niðurstöður loftslagslíkana úr nýlegum vísindagreinum á þessu sviði og dregur þá ályktun að allt að helmingslíkur séu á því að við förum yfir vendipunktinn á þessari öld. Ef farið er yfir vendipunktinn þá er ekki aftur snúið heldur aðeins tímaspursmál hvenær veltihringrásin hrynur.“

Ísland yrði óbyggilegt

Sigurður fer svo yfir það hvaða þýðingu þetta gæti haft fyrir Ísland en óhætt er að segja að áhrifin yrðu gríðarleg á komandi kynslóðir.

„Í stuttu máli, þá myndi hitastig á Íslandi falla um 7-9 gráður, þrátt fyrir hnattræna hlýnun, og Ísland yrði óbyggilegt. Við gætum engan landbúnað stundað, gjöfulu fiskimiðin okkar myndu hverfa, jöklar myndu skríða fram og við gætum annað hvort reynt að norpa við erfiðar aðstæður meðfram strandlínunni eða flúið land. Íslendingar yrðu þá sennilega flestir loftslagsflóttamenn. Öll okkar menning og mannvirki yrðu að engu og allt okkar strit í 1200 ár til einskis unnið.“

Sigurður segir að af brýnni nauðsyn þurfum við að stöðva alla losun gróðurhúsalofttegunda á örfáum árum til að koma í veg fyrir miklar hamfarir vegna loftslags- og sjávarbreytinga. Annars muni öll byggð á Íslandi sennilega eyðast og nú dugi engin vettlingatök.

„Engin loftslagsaðgerð telst óhagkvæm ef hagkerfið sjálft er í húfi. Hér þarf samhent átak okkar allra af stærðargráðu sem aldrei hefur sést áður. Undir því er öll okkar framtíð komin,“ segir Sigurður sem kvetur kjósendur til að kjósa þá flokka sem hafa raunverulega metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum. Sjálfur segist Sigurður munu berjast fyrir framtíð okkar af öllum mætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni