fbpx
Sunnudagur 17.nóvember 2024
Pressan

Gætu hafa leyst ráðgátuna um stóra gíginn

Pressan
Sunnudaginn 17. nóvember 2024 13:30

Einn af gígunum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir áratug myndaðist stór gígur skyndilega í Síberíu í Rússlandi. Hann var margir metrar í þvermál og enginn vissi hversu djúpur hann var. Í kringum hann lá jarðvegur og ís og vitnuðu um að hér hefðu sterk öfl verið að verki.

Allt frá 2014 hafa vísindamenn verið sammála um að gígurinn hafi myndast þegar mikið magn gass, sem var fast neðanjarðar, hafi losnað þegar sprenging varð.

Í nýrri rannsókn reynir hópur verkfræðinga, eðlisfræðinga og tölvusérfræðinga að skýra hvernig gígurinn myndaðist. Sú skýring á þá einnig við þá 20 gíga sem hafa myndast síðan þessi myndaðist.

CNN segir að samkvæmt því sem kemur fram í rannsókninni, þá sé skýringuna að finna í jarðfræði Síberíu. Neðanjarðar er þykkt lag af sífrera en það samanstendur af jarðvegi, steinum og setlögum sem er haldið föstum af ís. Undir þessu er lag af metani.

Á milli þessara tveggja laga eru mjög óvenjulegir „pollar“ af saltvatni sem er ekki frosið. Þessir pollar kallast „cryopegs“. Vegna loftslagsbreytinganna, sem valda hlýrra loftslagi, bráðnar efsta lag jarðvegsins og það hefur í för með sér að vatn rennur niður í gegnum sífrerann og inn í „cryopegs“.

Vandinn er að það er ekki nóg pláss fyrir þetta auka vatn og því bólgna þessir „saltvatnspollar“ upp og þrýstingurinn eykst og þetta endar með að jörðin rifnar. Þessar rifur valda skyndilegu þrýstingsfalli niðri í jörðinni. Það hefur áhrif á metanið og úr verður sprenging.

Það geta liðið áratugir frá því að svona ferli hefst og þar til að sprengingin verður. Að minnsta kosti ef marka má rannsóknina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppákoma í þingsal Nýja Sjálands vekur mikla athygli – Þingmenn dönsuðu stríðsdans í mótmælaskyni

Uppákoma í þingsal Nýja Sjálands vekur mikla athygli – Þingmenn dönsuðu stríðsdans í mótmælaskyni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á vinsælum ferðamannastað geta ferðamenn keypt sér ferskt loft í dós til að taka með heim

Á vinsælum ferðamannastað geta ferðamenn keypt sér ferskt loft í dós til að taka með heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Grunsamlegt aksturslag“ varð honum að falli

„Grunsamlegt aksturslag“ varð honum að falli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gátan sem aðeins 5% fólks geta leyst – Hún er í sjálfu sér mjög auðveld

Gátan sem aðeins 5% fólks geta leyst – Hún er í sjálfu sér mjög auðveld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“

Nettröllið sem hefur átt í rúmlega áratugalöngu stríði við Trump – „Ég mun ásækja þennan mann þar til ég dey“
Pressan
Fyrir 4 dögum

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi

1.000% aukning í leit Bandaríkjamanna á netinu að upplýsingum um brottflutning úr landi