Í kringum Vega eru ótrúlega sléttur 160 milljarða breiður diskur af geimryki. Tilvist hans staðfestir að engar plánetur eru á braut um Vega. Allt þetta sést á myndum sem voru teknar með James Webb geimsjónaukanum.
Live Science segir að myndir frá geimsjónaukanum sýni að Vega sé umlukinn þessum gríðarlega breiða diski úr geimryki og sé hann ólíkur öllu öðru sem sést hefur fram að þessu. Tilvist disksins bendir til að engar plánetur hafi myndast nærri Vega og hafa vísindamenn enga hugmynd um af hverju það fór svo.
Auk þess að vera áberandi á næturhimninum, þá var Vega stjarna háþróaðs samfélags vitsmunavera í kvikmyndinni Contact frá 1997 en hún var byggð á samnefndri bók eftir Carl Sagan.
Stjörnufræðingar hafa unnið að rannsóknum á rykdisknum stóra síðustu 20 árin. Engin göt eru á disknum og þykir það benda til að engar plánetur hafi myndast nærri Vega.
Í nýrri rannsókn, sem verður birt í vísindaritinu The Astrophysical Journal, kemur fram að nýju myndirnar séu þær skýrsustu sem teknar hafa verið af disknum og sýni að hann „sé næstum eins og pönnukaka“. Andras Gáspár, stjörnufræðingur við University of Arizona, sagði í tilkynningu að diskurinn sé sléttur, „fáránlega sléttur“.