Alejandro Garnacho kantmaður Manchester United fagnaði ekki marki sínu í sigri á Leicester, var hann pirraður út í stuðningsmenn félagsins.
Garnacho fékk mikla gagnrýni eftir leik gegn Chelsea fyrir rúmri viku og tók það inn á sig.
Troy Deeney fyrrum framherji Watford segir að Garnacho eigi að hætta í fótbolta ef hann getur ekki höndlað smá mótlæti.
„Það eru tvær hliðar á þessu,“ segir Deeney.
„Í fyrsta lagi segir þetta okkur hvernig leikmenn eru í dag, þeir eru ekki með breitt bak. Einn aðili getur gagnrýnt þig og leikmenn fara í vörn,“ segir Deeney.
„Svo er það annað, ef þetta hefur áhrif á hann. Þá get ég sem eldri leikmaður ráðlagt honum að fótboltinn er ekki leikur fyrir þig vinur.“