fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Hann var stjarnan í kvikmynd sem mokaði 90 milljónum dollara í kassann – Fékk 300 dollara fyrir 10 daga vinnu

Pressan
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 07:30

N!xau Toma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert á miðjum aldri þá manst þú líklega eftir kvikmyndinni „The Gods Must Be Crazy“ sem naut mikilla vinsælda í upphafi áttunda áratugarins. Myndin halaði 90 milljónir dollara inn í kvikmyndahúsum um allan heim en aðalleikarinn og stjarna myndarinnar fékk aðeins 300 dollara fyrir 10 daga vinnu.

Myndin fjallar um suðurafrískan ættbálk sem finnur Coca-Cola glerflösku sem datt úr flugvél. Ættbálkurinn telur að að þetta sé gjöf frá guðunum því flaskan kom af himni ofan.

N!xau Toma, sem leikur höfðingja ættbálksins, reynir að skila flöskunni til að koma á friði og ró því allir vilja komast yfir þennan undarlega hlut og það skapar deilur og óþægilegar aðstæður.

En þrátt fyrir að vera aðalleikari myndarinnar þá fékk þessi namibíski leikari aðeins 300 dollara fyrir framlag sitt fyrstu 10 tökudagana.

Jamie Uys, leikstjóri myndarinnar, sagðist hafa látið Toma fá 300 dollar eftir fyrstu 10 tökudagana en þar sem Toma hafi ekki skilið verðmæti seðlanna hafi hann kastað þeim út í loftið og þeir fokið í burtu.

Þegar tökum myndarinnar var lokið fékk Toma 100 dollara á mánuði og 20.000 dollarar voru lagðir inn á sérstakan reikning í hans nafni. Hann fékk einnig 12 kýr.

Toma lék í nokkrum kvikmyndum til viðbótar en sneri að lokum heim til Namibíu þar sem hann ræktaði maís, grasker og baunir. Hann lést í júní 2003, sextugur að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Jólahátíðin breyttist í martröð: Yfirheyrður tímunum saman með byssukúlu í höfðinu

Jólahátíðin breyttist í martröð: Yfirheyrður tímunum saman með byssukúlu í höfðinu
Pressan
Í gær

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Í gær

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“