Önnur aurskirða féll á veginn um Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals nú fyrir um 10 mínútum en sú fyrri féll um klukkan 15 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum.
Í tilkynningunni segir einnig að vegurinn verði því lokaður í kvöld og nótt. Verið sér að gera ráðstafanir vegna þeirra sem eru staðsettir ,,öfugu“ megin við heimili sín, þ.e.a.s þeirra sem komast ekki til síns heima vegna lokunarinnar. Nánari upplýsingar verði veittar um leið og þær liggi fyrir.