Paul Pogba og Juventus eru að nálgast samkomulag um að rifta samningi franska leikmannsins. Sky Sports segir frá.
Pogba kemur úr banni í mars á næsta ári en hann féll á lyfjaprófi. Hann var fyrst dæmdur í fjögurra ára bann en bannið var svo stytt í átján mánuði.
Pogba er 31 árs gamall en Juventus hefur engan áhuga á að nota hann áfram.
Pogba hefur verið orðaður við Marseille í heimalandinu í Frakklandi en fleiri lið gætu haft áhuga.
Pogba getur því samið við nýtt félag í janúar þegar hann verður án félags en mögulega munu lið í Sádí Arabíu reyna að krækja í hann.