fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Fiskikóngurinn fór aðeins fram úr sér og pantaði 5 þúsund húfur með pólitískum skilaboðum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg, eða Fiskikóngurinn eins og við þekkjum hann best viðurkennir að hafa farið aðeins fram úr sér við pöntun fyrr á þessu ári.

Fyrr á þessu ári byrjaði Kristján að hanna og selja saunaklefa eftir að sonur hans Ari Steinn stakk upp á því, sonurinn á líka heiðurinn af nafni saunaklefans: Alþingi. 

„Þegar maður hannar nýja vörur, þá er alltaf erfitt að finna nafn á vörurnar. Nafnið þarf að vera flott, grípandi og þjált, að mínu mati. Sonur minn Ari Steinn stakk upp á að skíra saunaklefann Alþingi. Við ræddum þetta svo sem ekki mikið, nafnið er frábært,“ segir Kristján.

Í kjölfarið fékk hann þá flugu í höfuðið að láta framleiða saunahúfur og merkja þær með lógó frá öllum stjórnmálaflokkunum. Kristján sendi póst á alla flokkanna og fékk leyfi. Í síðustu viku kom gámurinn með pöntuninni.

„Ég viðurkenni fúslega að ég fór aðeins fram úr mér við pantanir. En það þurfti lágmarkspöntun til þess að þeir myndu framleiða allt þetta fyrir okkur. Niðurstaðan var 5000 húfur. 30 mismunandi tegundir, flest allt tengt stjórnmálum, annað eitthvað bull sem okkur datt í hug að láta framleiða.“ 

Kristján biðst velvirðingar á því að Lýðræðisflokkurinn og Ábyrg framtíð eru ekki með því þegar pöntunin var gerð voru stjórnarslit ekki orðin og því ekki vitað að tveir flokkar myndu bætast við.

„En verkefnið á að vera skemmtilegt.  Heitustu umræðurnar eiga að fara fram í Saunaklefanum Alþingi. Þeir sem fara inn eiga ræða málin af miklum hita, útkljá málin í miklum hita og síðan eiga allir alltaf að koma sáttir út. Á heimasíðu okkar er húfunum raðað upp eftir því hver þeirra er söluhæðst, þannig að SimmiD er söluhæstur þegar þetta er skrifað. Svo gæti það breyst.“ 

Kristján segist mjög oft fá furðulegar hugmyndir.

„Gallinn við mig er sá að ég framkvæmi oftast allar mínar brjáluðu hugmyndir, sem er bæði gott og slæmt. En ég verð að lifa með mínum kostum og ókostum.  (Bara greyið konan, mín, börnin og mínir nánustu). En það skíta allir á sig. Bara spurning hvernig maður skeinir sér. Ég á allavega nokkur þúsund húfur sem gætu nýst vel í verkið ef til þess þarf,“ segir Kristján og gerir þannig grín að sjálfum sér og pöntuninni stóru.

Hann minnir fólk að lokum á að kjósa rétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Í gær

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“