fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag atvinnurekenda gagnrýnir harðlega nýja reglugerð Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, þar sem meðal annars er fjallað um lit og útlit tóbaksumbúða. Samkvæmt reglugerðinni mega umbúðirnar aðeins vera í „ljótasta lit í heimi.“

Hinn umræddi litur kallast á fræðimáli „matt pantone 448 c“ og er nokkurs konar kúkabrúnn. Eiga pakkningarnar því að vera eins fráhrindandi og hugsast getur. Ekki mega heldur vera neinar skreytingar á umbúðunum. En í 20. grein reglugerðarinnar segir:

„Óheimilt er að merkja tóbaksvöru með táknum eða myndum sem hafa m.a. skírskotun í framleiðanda, heiti eða tegund.“

Gefinn er aðlögunartími. Það er að þessar reglur taki ekki gildi fyrr en í maí mánuði árið 2027. Engu að síður mótmælir Félag atvinnurekenda þessum ákvæðum og segir hana stangast á við lög.

„Í lögum um tóbaksvarnir segir ekkert um einsleitar umbúðir og er því hæpið að mati FA að reglugerðin hafi lagastoð,“ segir í tilkynningu á vef félagsins. En FA sendi einnig umsögn þegar reglugerðin var kynnt í Samráðsgátt stjórnvalda.

Vörumerki eru eign

Í umsögninni er nefnt að vörumerki teljist til eignaréttinda. Ákvæðið væri skýrt inngrip inn í atvinnufrelsi og bæði eignar og atvinnuréttindi njóti verndar í stjórnarskránni.

„FA fær ekki séð hvernig svo íþyngjandi ákvörðun, sem takmarkar stjórnarskrárvarin réttindi, á heima í reglugerð sem ráðherra setur og mótmælir því eindregið að 20. gr. verði að ákvæði í reglugerð. Svo umfangsmikið inngrip í atvinnufrelsi og friðhelgi eignarréttarins hlýtur að eiga að fá rækilega umfjöllun og umræðu á Alþingi,“ segir í umsögn FA.

Gullhúðun Evrópureglna

Einnig segir að í reglugerðinni sé gengið lengra en í Evrópureglum sem vísað er til. Það sé því um að ræða svokallaða gullhúðun þvert á stefnu ríkisstjórnar. En með gullhúðun er átt við að heimagerðum reglum sé bætt við Evrópureglur þegar þær eru innleiddar hér á landi.

„Okkur finnst stjórnskipulega óverjandi að heilbrigðisráðherra grípi inn í stjórnarskrárvarin atvinnu- og eignarréttindi með þessum hætti,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA á síðunni. „Slík inngrip geta átt rétt á sér út frá almannahagsmunum, en þau verða þá að vera lögfest og fá þá umræðu og skoðun á Alþingi sem slíkt verðskuldar. Það er sérstaklega gagnrýni vert að reglugerð ráðherra skuli undirrituð 25. október síðastliðinn, löngu eftir að ljóst mátti vera að ríkisstjórnin væri orðin starfsstjórn með takmarkað pólitískt umboð.“

Reglur um gos eða feitt kjöt?

Óttast FA fordæmið sem verið er að setja og að reglugerðin stangist á við meðalhófsreglu. Nú þegar megi tóbak ekki vera sýnilegt í verslunum.

„Tóbak nýtur ekki vinsælda en er engu að síður lögleg vara og framleiðendur hennar og seljendur eiga réttindi, sem verða ekki af þeim tekin. Hvað ef ráðherra dettur næst í hug að setja sjálfur reglugerð um einsleitar umbúðir um gos eða feitt kjöt?“ segir Ólafur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“