Liverpool og Mohamed Salah eru á fullu í því samtali um að framlengja samning hans við félagið. Frá þessu segir Florian Plettenberg.
Þar segir að samatalið milli Liverpool og umboðsmanns Salah sé í fullu fjöri.
Salah verður samningslaus næsta sumar en segja má að Egyptinn sé þessa dagana í sínu besta formi, hann hefur verið frábær í upphafi tímabils.
Plettenberg segir hins vegar að ekkert samkomulag sé í höfn og aðilar séu nokkuð langt frá hvor öðrum. Salah vill meira en Liverpool er að bjóða í dag.
Segir einnig að Salah sé með kosti í Evrópu en einnig í Sádí Arabíu þar sem mikill áhugi er á honum.
🚨🔴 Liverpool and Mohamed #Salah’s management are still in talks about a potential new contract beyond 2025.
However, no agreement has been reached yet, as both parties remain far apart. #LFC
Salah has other top options in both Saudi Arabia and Europe.@SkySportDE 🇪🇬 pic.twitter.com/oN1SzSi7oT
— Florian Plettenberg (@Plettigoal) November 12, 2024