fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Skeljagrandabróðir sakfelldur fyrir fólskulega árás

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Markús Sívarsson, oft kenndur við Skeljagranda líkt og bróðir hans, Stefán Logi, hefur nú verið dæmdur í eins árs og fjögurra mánaða fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás, vörslur fíkniefna og brot gegn vopnalögum.

Hann veittist með ofbeldi að konu í janúar árið 2022, kastaði óþekktum hlut í höfuð hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut opið sár á höfði, höfuðkúpubrot og mar á heila. Við höggið féll hún í gólfið og brotnaði þá upp úr hægri augntönn hennar. Lögreglumenn fundu á heimili Kristjáns tvær axir og fíkniefni.

Kristján neitaði sök í málinu og sagðist ekkert vita hvað hefði komið fyrir konuna þetta kvöld. Hann kannaðist við að hún hefði komið á heimili hans en sagðist ekkert geta sagt um líkamsárásina. Hann hefði bara vaknað um nóttina við að lögregla væri að reyna að brjóta upp hurðina hjá honum og skildi ekkert hvers vegna.

Konan greindi frá því að hafa komið með kærasta sínum heim til Kristjáns. Hún hafi verið illa klædd og þurft að skreppa heim. Hún fékk því lánaða úlpu og skó. Þegar hún sneri til baka var Kristján mjög æstur og fór að ásaka hana um þjófnað. Hann hefði svo orðið reiðari og reiðari og svo skyndilega hafi hún fengið eitthvað í höfuðið og byrjað að svima. Þá hefði Kristján ákveðið að þau væru að fara heim til hennar. Á leiðinni hefði hún kastað upp, grátið og svimað mikið. Kristján hefði skammað hana fyrir að vekja athygli á ferðum þeirra og sparkað í fótinn á henni. Hann hefði svo komið með henni inn á heimili hennar, reykt kannabis og svo gramsað í öllum skúffum. Hún bað hann að fara og hringdi svo á sjúkrabíl.

Dómari taldi sannað að Kristján Markús væri sekur og ljóst að hann hefði kastað þungum hlut í höfuð konunnar og valdið þar með hættulegum áverkum. Dómari rakti að Kristján eigi langan sakaferil að baki. Hann hafi m.a. sex sinnum verið dæmdur til refsingar fyrir ofbeldisbrot og ítrekað fyrir fíkniefnalagabrot. Síðast hafi hann hlotið fangelsisdóm í apríl 2022 þegar hann var dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir umferðarlagabrot.

Dómari sagði: „Við ákvörðun refsingar verður jafnframt horft til þess að um var að ræða alvarlega fólskulega og hættulega líkamsárás án nokkur tilefnis sem beindist að höfði brotaþola.“

Kristján var eins dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í miskabætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Í gær

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“