fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Ragnheiður Gröndal, læknar, kórar, og sjúkrahúsprestar stýra samverustund syrgjenda á aðventunni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árleg samverustund syrgjenda fer fram þann 28. nóvember kl. 20:00 í Háteigskirkju næstkomandi en hún hefur verið haldin í hartnær þrjá áratugi.
„Jólin eru ekki öllum auðveld,“ segir Magnea Sverrisdóttir, verkefnastjóri hjá Biskupsstofu. „Það getur tekið á að horfa til jóla í skugga ástvinamissis. Við í Þjóðkirkjunni og sálgæsluteymi Landspítala stöndum fyrir samveru fólks á öllum aldri sem stendur í þessum sporum.
Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni segir að samverustundin sé haldin til þess að bjóða syrgjendum upp á nærandi stund, hlusta á fallega tónlist og uppörvandi texta.
Stundin er að sjálfsögðu opin öllum að sögn Magneu, og hefur verið vel sótt undanfarin ár. „Við erum afar þakklát fyrir að geta boðið upp á aðventustund fyrir þau sem standa í þessum sporum  sem hluta af þjónustu Þjóðkirkjunnar við fólk í öllum aðstæðum lífsins.“ Að athöfninni lokinni þá gefst aðstandendum tækifæri til þess að ræða saman og þiggja léttar veitingar,“ bætir hún við.
Arna Dögg Einarsdóttir, yfirlæknir líknarlækninga, flytur ljóð, Ragnheiður Gröndal flytur tónlist, Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahúsprestur flytur hugvekju og Kordía, kór Háteigskirkju syngur lög og sálma undir orgelleik Erlu Rutar Káradóttur.
Samverustundinni stýrir Ingólfur Hartvigsson sjúkrahúsprestur.
Magnea leggur áherslu á að stundin sé öllum opin, líkt og önnur þjónusta Þjóðkirkjunnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni