Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United hjálpaði veikum farþega um borð í flugvél í gær þegar hann var á leið heim til Portúgals í landsliðsverkefni.
Fernandes hjálpaði einstaklingnum í flugi frá Manchester til Lisbon.
„Bruno fór á klósettið og fór aftast í vélina. Við heyrðum fljótlega öskrað á hjálp,“ sagði konan Susanna Lawson sem var um borð í vélinni.
„Flugliðar hlupu strax af stað, Bruno hjálpaði manninum á fætur og í sæti sem var laust þarna aftast í vélinni.“
„Hann var með fólkinu allan tímann og passaði að allt væri í góðu lagi.“
Konan segir Bruno ekki hafa verið að leitast eftir athygli. „Þetta voru kannski tíu mínútur en hann fór svo aftur í sætið sitt, hann lét lítið fara fyrir sér og vildi enga athygli.“