Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal hefur verið sendur aftur heim til London úr verkefni norska landsliðsins. Hann mun ekki taka þátt í næstu tveimur leikjum.
Ödegaard er nýlega mættur til baka eftir ökklameiðsli sem héldu honum frá leiknum í tvo mánuði.
Ödegaard meiddist í leik með norska landsliðinu en hann er mættur til London til að halda áfram að koma sér í form.
Norski miðjumaðurinn byrjaði síðasta leik Arsenal gegn Chelsea og var því í hópnum hján norska landsliðinu.
Eftir stutt samtal og skoðun var talið að það væri betra fyrir Ödegaard að æfa af krafti í London til að koma sér aftur í sitt besta form.