Samkvæmt fréttum á Ítalíu eru forráðamenn Roma að skoða þann kost að ráða Erik ten Hag til starfa. Ítalska félagið er í þjálfaraleit.
Ivan Juric var rekinn úr starfi eftir minna en tvo mánuði í starfi.
Juric hafði tekið við af Daniel De Rossi sem var rekinn úr starfi þegar tímabilið var nýlega farið af stað.
Ten Hag var rekinn frá Manchester United fyrir rúmum tveimur vikum en hefur síðan þá verið á flakki í Hollandi að fylgjast með fótbolta.
Fleiri eru orðaðir við Roma en Ten Hag gæti haft áhuga á starfinu enda er Roma stórt félag sem vill vera að berjast toppinn á Ítalíu.
🚨🚨| BREAKING: Erik ten Hag is under consideration to become the new manager of AS Roma.
[@ASRomaPress] pic.twitter.com/KT8ZIyzbjF
— CentreGoals. (@centregoals) November 12, 2024