Í einu þeirra ber hún saman stórmarkaði í Bandaríkjunum og Íslandi.
„Stærsti munurinn á matvöruverslun í Bandaríkjunum miðað við matvöruverslun á Íslandi eru kæliherbergin,“ sagði hún og gekk inn í ávaxta- og grænmetiskælinn í Bónus.
@roux.tvLil differences in Iceland vs the states. The pink gas pumps are cute asf♬ original sound – Roux
„Í stað þess að hafa kæliskápa þá eru þau með kæliherbergi. Ég er ekki viss um hvort sé skilvirkara.“
Henni fannst fyndið að koma inn í mjólkur- og kjötkælinn. „Hér er fullt af kjöti í herbergi,“ sagði hún og hló.
Roux benti einnig á muninn á bandarískum bensínstöðvum og íslenskum, en dælan er öðruvísi. Hún hafði einnig mjög gaman að bleiku bensínstöð Orkunnar.
Roux hefur verið dugleg að birta myndbönd frá Íslandsheimsókninni á TikTok sem hafa fengið tugi þúsunda áhorfa, sum hafa fengið mörg hundruð þúsund en það vinsælasta hefur fengið þrjár milljónir áhorfa og næstum 500 þúsund „likes“.
Í því myndbandi sýnir hún frá gististaðnum Heathland Lodge, sem er rétt fyrir utan Selfoss.
@roux.tvAn incredibly cool getaway♬ original sound – Roux