Nokkrar ástæður eru fyrir þessu, að sögn Jaceks, en hann nefnir til dæmis hækkandi verðlag í Póllandi, uppsagnir fyrirtækja á starfsfólki þar í landi, erfiðleika sumra starfsstétta við að fá vinnu og hækkandi húsnæðiskostnaður.
Þá séu laun hér á landi svo mikið betri en í Póllandi að það borgi til að koma til Íslands í vertíðarvinnu. Loks nefnir hann að flugsamgöngur séu betri en nokkru sinni áður.
„Nú er næsta kreppa að banka á dyrnar í Póllandi. Við þurfum enda mikið af orku til að halda hagkerfinu gangandi og orkuverð er á uppleið,“ segir Jacek við Morgunblaðið en hann kom til Íslands árið 1991 þegar mikil kreppa var í Póllandi og launin afar lág.
Svo hækkuðu launin jafnt og þétt í Póllandi og undanfarið hefur verið hægt að fá ágæt laun í stórum borgum. Það er þó að breytast,“ segir hann við Morgunblaðið þar sem ítarlega er fjallað um málið.