Málið er í rannsókn en umrætt rán átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar 2 sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi.
Lögregla handtók svo einstakling þar sem hann neitaði að gefa upp nafn sitt þegar „lögregla hafði eftirlit með ólöglegri starfsemi“ eins og það er orðað í skeyti lögreglu í morgunsárið. Viðkomandi var látinn laus eftir viðræður eftir að hafa gefið upp persónuupplýsingar.