Regína Margrét 88 ára gömul vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar dyrabjallan glumdi trekk í trekk eitt kvöldið og barnabörnin týndust inn eitt af öðru.
Í myndbandi sem skvísan Rebekka Rut Marinósdóttir, eða Cleftiequeen eins og hún heitir á TikTok, deildi má sjá fjörið byrja þegar tvö barnabörn mæta í fyrirfram ákveðinn kvöldmat, og er amman búin að leggja á borð ávexti, laufabrauð og fleira og pítsurnar klárar.
Ítrekað fer amman svo til dyra til að opna fyrir einu barnabarni til viðbótar. Ljóst er þó að ömmur eiga alltaf nóg til að fæða þá sem kíkja í heimsókn því Regína týnir til drykki og fleira til að fæða börnin, sem öll eru þó engin börn lengur.
„Ömmur eru bestar,“ skrifar Rebekka Rut við myndbandið sem hefur svo sannarlega slegið í gegn meðal netverja.
@cleftiequeen Ömmur eru bestar💕💕 #fyrirþig ♬ original sound – Rebekka Rut