fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Pressan

Rannsaka bein risakrókódíls til að sjá nákvæmlega hversu gamall hann var

Pressan
Laugardaginn 16. nóvember 2024 15:30

Cassius. Mynd:Marineland Melanesia Crocodile Habitat

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar krókódíllinn Cassius, stærsti krókódíllinn sem ekki var frjáls ferða sinna úti í náttúrunni, drapst í Ástralíu, var talið að hann væri rúmlega 120 ára. Ástralskir vísindamenn komast kannski fljótlega að því hversu gamall hann var þegar hann drapst því til stendur að kryfja hræið.

40 ár eru síðan Cassius var fangaður. Sérfræðingar telja að þessi risastóri saltvatnskrókódíll gæti hafa verið rúmlega 120 ára en þeir vita það ekki með vissu.

ABC News hefur eftir Sally Isberg, stofnanda Centre for Crocodile Research, að „á þessu stigi, bendi allt til að hann hafi drepist sökum aldurs“.

Til að geta sagt nákvæmlega til um aldur hans verður þessi 5,5 metra langi krókódíll krufinn.

Þegar hann var fangaður í Finniss ánni, nærri Darwin, 1984 töldu vísindamenn hann vera um 80 ára. En vandinn við að segja til um aldur krókódíla er að þegar þeir verða fullorðnir, hægir á vexti þeirra og því er útilokað að segja nákvæmlega til um aldur þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gekk inn í líkamsræktarstöð – Fannst látinn í sólbekk þremur sólarhringum síðar

Gekk inn í líkamsræktarstöð – Fannst látinn í sólbekk þremur sólarhringum síðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt spillingarmál skekur spænsku lögregluna – Fundu milljarða á heimili yfirmannsins

Ótrúlegt spillingarmál skekur spænsku lögregluna – Fundu milljarða á heimili yfirmannsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður heilsuhraustur unglingur þungt haldinn vegna fuglaflensu

Áður heilsuhraustur unglingur þungt haldinn vegna fuglaflensu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta segja vísindin um tilhneigingu okkar til að taka þátt í spillingu

Þetta segja vísindin um tilhneigingu okkar til að taka þátt í spillingu