fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. nóvember 2024 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töfrandi heimur Taylor Swift kemur til Íslands í sýningu bresku söngkonunnar Xenna í Eldborgarsal Hörpu þann 29. mars nk. Um er að ræða tveggja klukkustunda tónlistarveislu með öllum helstu smellum Taylor Swift sem hin 29 ára söngkona Xenna mun flytja með dönsurum og hljómsveit. Um er að ræða Eras upplifun sem fylgir eftir samnefndu tónleikaferðalagi Taylor Swift sem hún hefur sjálf lýst sem ferðalagi í gegnum öll tónleikatímabil sín.

,,Við erum ákaflega ánægð með að bjóða íslenskum áhorfendum upp á þessa sýningu. Söngkonan Xenna er afar hæfileikarík söngkona og nær á lýtalausan hátt að fanga rödd og magnaða sviðsframkomu Taylor Swift sem hafa gert hana að vinsælustu og hæst launuðustu stórstjörnu á tónlistarsviði heimsins í dag,segir James Cundall, framleiðandi sýningarinnar Taylor Swift by Xenna í fréttatilkynningu.

Að sögn Cundall tekur sýningin áhorfendur í spennandi ferðalag um ótrúlega viðburðarríkan feril Taylor Swift sem spannar frá kántrítónlist til heitustu poppsmella.

,,Þetta er frábær tónlistarviðburður sem höfðar til fólks á öllum aldri, hvort sem um er að ræða dygga aðdáendur Taylor Swift eða bara alla sem hafa yndi af góðri tónlist. Þetta er eins nálægt raunveruleikanum og hægt er að komast,segir hann.

Fer í sýningu á West End viku á eftir Hörpu

Taylor Swift by Xenna hefur verið sýnd í öllum helstu borgum Bretlands og fengið mjög góða dóma áhorfenda og gagnrýnenda. Sýningin verður frumsýnd í West End í London viku á eftir viðburðinum í Hörpu.

Söngkonan Xenna segist sjálf vera mikill aðdáandi Taylor Swift en hún hefur sungið lög stórstjörnunnar í rúman áratug. Xenna mun flytja alla helstu smelli Taylor Swift eins og Love Story, Blank Space, We Are Never Ever Getting Back Together, Anti-Hero, Look What You Made Me Do, Shake It Off.

Tvær sýningar verða haldnar í Eldborgarsal Hörpu þann 29. mars nk. klukkan 15 og klukkan 20. Í boði er 35% afsláttur af miðaverði fyrir 12 ára og yngri á fyrri sýninguna. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu