fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Pressan

Fundu gráðugt svarthol sem étur 40 sinnum hraðar en það ætti að geta gert

Pressan
Laugardaginn 16. nóvember 2024 07:30

Teikning af svartholi. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með aðstoð James Webb geimsjónaukans fundu stjörnufræðingar gráðugt svarthol í hinum unga alheimi og virðist það éta 40 sinnum hraðar en á að vera hægt, fræðilega séð.

Þegar stjörnufræðingar skoða alheiminn á árdögum hans finna þeir oft risastór svarthol sem virðast hafa stækkað mjög hratt, of hratt til að hægt sé að útskýra það á grunni þeirra kenninga og líkana sem eru til um alheiminn.

En nýja uppgötvunin á fyrrgreindu svartholi, sem innbyrðir efni mun hraðar en það ætti að geta gert, gæti komið að gagni við að útskýra hvernig þetta gat átt sér stað.

Svartholið nefnist LID-568 og sáu vísindamenn það aðeins 1,5 milljarði ára eftir Miklahvell. Hefur þetta svarthol verið sagt það svarthol sem innbyrti efni hraðast á árdögum alheimsins.

Þessi uppgötvun gæti sannað að sum svarthol geti tímabundið farið fram úr fræðilegum takmörkunum á því magni sem þau geta innbyrt. Það gerir þeim kleift að stækka mjög hratt á mjög skömmum tíma.

Rannsóknin var birt nýlega í vísindaritinu Nature Astronomy. Julia Scharwanter, meðhöfundar hennar, sagði í tilkynningu að svartholið sé í veislu. Þetta öfgafulla dæmi sé ein af hugsanlegum útskýringum á af hverju svarthol af þessu tagi sjást svo oft á árdögum alheimsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leiðtogi japanska íhaldsflokksins setti allt á hliðina með hugmyndum sínum um aukna frjósemi japanskra kvenna

Leiðtogi japanska íhaldsflokksins setti allt á hliðina með hugmyndum sínum um aukna frjósemi japanskra kvenna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áður heilsuhraustur unglingur þungt haldinn vegna fuglaflensu

Áður heilsuhraustur unglingur þungt haldinn vegna fuglaflensu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rauð viðvörun á Spáni: Íbúar plasta bílana sína og festa þá við ljósastaura

Rauð viðvörun á Spáni: Íbúar plasta bílana sína og festa þá við ljósastaura
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var stjarnan í kvikmynd sem mokaði 90 milljónum dollara í kassann – Fékk 300 dollara fyrir 10 daga vinnu

Hann var stjarnan í kvikmynd sem mokaði 90 milljónum dollara í kassann – Fékk 300 dollara fyrir 10 daga vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Costco neyddist til að farga 40 þúsund kg af smjöri – Ástæðan er heimskuleg

Costco neyddist til að farga 40 þúsund kg af smjöri – Ástæðan er heimskuleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump sagður vera búinn að velja utanríkisráðherra – ekki endilega góðar fréttir fyrir Úkraínu

Trump sagður vera búinn að velja utanríkisráðherra – ekki endilega góðar fréttir fyrir Úkraínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi

„Besti smyglarinn“ dæmdur í 17 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjóst ekki við þessu þegar hún opnaði sendingu frá Shein – Fór beint á slysadeild

Bjóst ekki við þessu þegar hún opnaði sendingu frá Shein – Fór beint á slysadeild