Þegar stjörnufræðingar skoða alheiminn á árdögum hans finna þeir oft risastór svarthol sem virðast hafa stækkað mjög hratt, of hratt til að hægt sé að útskýra það á grunni þeirra kenninga og líkana sem eru til um alheiminn.
En nýja uppgötvunin á fyrrgreindu svartholi, sem innbyrðir efni mun hraðar en það ætti að geta gert, gæti komið að gagni við að útskýra hvernig þetta gat átt sér stað.
Svartholið nefnist LID-568 og sáu vísindamenn það aðeins 1,5 milljarði ára eftir Miklahvell. Hefur þetta svarthol verið sagt það svarthol sem innbyrti efni hraðast á árdögum alheimsins.
Þessi uppgötvun gæti sannað að sum svarthol geti tímabundið farið fram úr fræðilegum takmörkunum á því magni sem þau geta innbyrt. Það gerir þeim kleift að stækka mjög hratt á mjög skömmum tíma.
Rannsóknin var birt nýlega í vísindaritinu Nature Astronomy. Julia Scharwanter, meðhöfundar hennar, sagði í tilkynningu að svartholið sé í veislu. Þetta öfgafulla dæmi sé ein af hugsanlegum útskýringum á af hverju svarthol af þessu tagi sjást svo oft á árdögum alheimsins.