fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
433Sport

Fjöldi umdeildra atvika sem David Coote hafði áhrif á hjá Liverpool – Slæm meiðsli og virðist sleppa augljósum atvikum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnudómara á Englandi eru byrjuð að skoða framferði David Coote en myndband af honum sem lak út í gær vekur mikla athygli. Hefur hann verið settur í bann á meðan málið er til rannsóknar.

Þar er Coote að urða yfir Liverpool ásamt vini sínum og hann kallar Jurgen Klopp meðal annars tussu.

Ljóst má að vera mikið ákall verður eftir því að Coote dæmi ekki aftur hjá Liverpool og líklega bara ekki aftur í deildinni.

Fyrsta atvikið var í október árið 2020 þegar Coote var VAR dómari í leik gegn Everton, tvö stór atvik komu upp í þeim leik.

Fyrra atvikið var þegar Virgil van Dijk slasaðist illa eftir mjög ljóta tæklfingu frá Jordan Pickford.

Pickford var ekki spjaldaður og Coote skoðaði ekki atvikið í VAR.

Í sama leik var Sadio Mane dæmdur rangstæður af Coote í VAR, ljóst var að Mane var aldrei fyrir innan og það kostaði Liverpool sigurinn.

Á síðustu leiktíð voru stuðningsmenn Liverpool brjálaðir þegar Liverpool fékk ekki víti gegn Arsenal.

Martin Odegaard handlék þá knöttinn innan teigar en Coote sem var VAR dómari vildi ekkert gera.

Annað atvik var svo um helgina þegar Coote var dómari í leik Liverpool og Aston Villa.

Mo Salah var þá tekinn niður og Coote dæmdi ekkert en líklega átti að reka leikmann Villa af velli.

Það sem bjargaði Coote var að Darwin Nunez skoraði í kjölfarið.

Fleiri atvik sem tengjast Coote vekja svo umhugsun hjá stuðningsmönnum Liverpool en þar má nefna atvik sem tengjast Manchester City.

Hann dæmdi ekki á Rodri í mjög umdeildu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fundað í vikunni og líkur á að Gerrard verði rekinn

Fundað í vikunni og líkur á að Gerrard verði rekinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mun United reyna að kaupa framherja Chelsea í janúar?

Mun United reyna að kaupa framherja Chelsea í janúar?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrumuræða Mikaels eftir umræðuna síðustu vikur – „Fer klíkan þá í gang aftur? Eru allir við sama borð?“

Þrumuræða Mikaels eftir umræðuna síðustu vikur – „Fer klíkan þá í gang aftur? Eru allir við sama borð?“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Átta leikmenn draga sig út úr enska landsliðinu

Átta leikmenn draga sig út úr enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Settur í bann og hefja rannsókn á myndbandinu sem lak út í dag – „Hann er tussa“

Settur í bann og hefja rannsókn á myndbandinu sem lak út í dag – „Hann er tussa“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dómarar lögðu línur fyrir komandi mánuði

Dómarar lögðu línur fyrir komandi mánuði
433Sport
Í gær

Trent bjargaði því sem bjargað varð með því að fara snemma af velli

Trent bjargaði því sem bjargað varð með því að fara snemma af velli
433Sport
Í gær

Mjög fallegt augnablik í gær – Drengurinn ungi með falleg orð sem urðu til þess að hann fékk gjöf í lokin

Mjög fallegt augnablik í gær – Drengurinn ungi með falleg orð sem urðu til þess að hann fékk gjöf í lokin