Gary Lineker mun hætta að stýra Match of the Day hjá BBC eftir þetta tímabil, hann hefur stýrt þættinum frá 1999.
Lineker hefur verið afar vinsæll í starfi en nýr yfirmaður BBC hefur átt í deilum við Lineker.
Lineker var launahæsti starfsmaður BBC með rúmar 200 milljónir í árslaun.
Hann hefur þó samið við BBC um að sinna öðrum verkefnum til sumarsins 2026 þegar hann lætur formlega af störfum.
Lineker mun stýra umfjöllun BBC um enska bikarinn og enda svo á að stýra umfjöllun um HM árið 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.