Samkvæmt gögnum frá Google þá fjölgaði leitum að „move to Canada“ um 1.270% á fyrstu 24 klukkustundunum.
Svipuð spurning um flutning til Ástralíu var einnig vinsæl en aukning á þeirri spurningu nam 820%.
Samkvæmt upplýsingum frá innflytjendayfirvöldum á Nýja Sjálandi, þá litu 25.000 Bandaríkjamenn við á heimasíðu stofnunarinnar þann 7. nóvember síðastliðinn en sama dag á síðasta ári voru þeir 1.500.
Það má velta fyrir sér hvort þessi mikli áhugi á flutningi úr landi tengist loforði Donald Trump, verðandi forseta, um að flytja mikinn fjölda ólöglegra innflytjenda úr landi. Hann hélt því fram í sjónvarpskappræðum í sumar að 18 milljónir ólöglegra innflytjenda séu í landinu en samkvæmt opinberum tölum er þeir um 11 milljónir.