Ástæðan er að með Trump í Hvíta húsinu verða réttindi kvenna minni en áður og rétturinn til þungunarrofs verður minni en áður. Þetta eru rökin sem konurnar færa fyrir aðgerðum sínum.
„Ef við getum ekki haft stjórn á hvað þeir gera varðandi löggjöf og réttindi til þungunarrofs, þá neyðumst við til að gera eitthvað fyrir okkur sjálfar,“ sagði hin 25 ára Jada Mevs í samtali við New York Times.
Í kjölfar kosninganna birti hún myndband á Tiktok þar sem hún sagði að konur geti orðið hluti af þessari hreyfingu með því meðal annars að sækja sjálfsvarnartíma og eyða prófílum sínum á stefnumótasíðum.