fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Pressan

Ný kvennahreyfing í kjölfar sigurs Trump – Ekki hjónaband, ekkert kynlíf og engin börn

Pressan
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 07:30

Donald og Melania Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar sigurs Donald Trump í forsetakosningunum í síðustu viku hefur ný hreyfing kvenna myndast á samfélagsmiðlum. Eru það gagnkynhneigðar konur sem heita því að giftast ekki, ekki fara á stefnumót, ekki stunda kynlíf og ekki eignast börn.

Ástæðan er að með Trump í Hvíta húsinu verða réttindi kvenna minni en áður og rétturinn til þungunarrofs verður minni en áður. Þetta eru rökin sem konurnar færa fyrir aðgerðum sínum.

„Ef við getum ekki haft stjórn á hvað þeir gera varðandi löggjöf og réttindi til þungunarrofs, þá neyðumst við til að gera eitthvað fyrir okkur sjálfar,“ sagði hin 25 ára Jada Mevs í samtali við New York Times.

Í kjölfar kosninganna birti hún myndband á Tiktok þar sem hún sagði að konur geti orðið hluti af þessari hreyfingu með því meðal annars að sækja sjálfsvarnartíma og eyða prófílum sínum á stefnumótasíðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir opnaði fyrir trúði og var myrt – Gerandinn enn ófundinn

Móðir opnaði fyrir trúði og var myrt – Gerandinn enn ófundinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grúskari datt í lukkupottinn

Grúskari datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju roðnum við?

Af hverju roðnum við?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur eru líklegri en karlar til að deyja af völdum fylgikvilla eftir hjartaaðgerð

Konur eru líklegri en karlar til að deyja af völdum fylgikvilla eftir hjartaaðgerð