fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Trump hefur nú þegar uppfyllt einn heitasta draum Pútíns – Wikileaks voru eins og nytsamur bjáni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 04:32

Pútín og Trump á göngu fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir mörgum árum hrundu Vladímír Pútín og stjórn hans útsmoginni og vel undirbúinni áætlun í gang. Markmiðið var að valda miklum klofningi meðal bandarísku þjóðarinnar. Nú þegar Donald Trump er á leið í Hvíta húsið í janúar getur sigur Kremlverja aðeins orðið enn stærri.

Án þess að vita það sjálfur, þá hefur Donald Trump valdið meira tjóni á bandarísku samfélagi en Vladímír Pútín gat látið sig dreyma um í villtustu draumum sínum þegar hann hratt áætlun sinni í gang 2016.

Þetta kemur fram í greiningu Jótlandspóstins á stöðu mála. Segir miðillinn að þann 19. mars 2016 hafi Aleksei Viktorovich Lukachev setið við tölvuna sína Í Komsomolsky Prospekt 20 en það er heimilisfang leyniþjónustu rússneska hersins, GRU.

Þar var Lukachev á fullu, ásamt 11 vinnufélögum, við að framfylgja áætlun Pútíns. Hún gekk út á að koma í veg fyrir að Hillary Clinton sigraði í forsetakosningunum og að valda svo miklum óróa og klofningi í bandarísku samfélagi og hægt væri.

Ástæðan fyrir þessari áætlun var að Kremlverjar voru sannfærðir um að Trump yrði þeim mun vinsamlegri en Clinton og til að grafa undan samstöðu Bandaríkjamanna með því að valda miklum klofningi þeirra á meðal. Þeim mun klofnara sem samfélagið er, þeim mun erfiðara á það með að standa saman og vera sterkt.

Pútín, sem var áður yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar, þekkir þetta auðvitað vel því þetta er tekið fram á fyrstu síðu handbókar njósnaforingja.

Pútín ákvað því að blanda sér í bandarísku forsetakosningarnar.

Fyrrgreindur Lukachev varð hetja í þessari áætlun Pútíns því undir dulnefninu „Den Katenberg“ sendi hann John Podesta, kosningastjóra Clinton, tölvupóst. Markmiðið var að fá Podesta til að ýta á tengil í póstinum en hann var ávísun á tölvuveiru sem myndi gera Lukachev kleift að taka yfir stjórnina á tölvu Podesta. Hann hafði gert tölvupóstinn þannig úr garði að hann leit út fyrir að vera aðvörun frá Google.

Í póstinum var Podesta sagt að hann þyrfti að breyta lykilorðinu sínu. Það gerði hann og tveimur dögum síðar afrituðu Lukachev og félagar hans 50.000 tölvupósta frá honum. Næstu daga lokkuðu þeir tugi annarra starfsmanna framboðsins í sömu gildru.

Með þessu var grunnurinn lagður að stærsta kosningahneyksli sögunnar í Bandaríkjunum.

Wikileaks var eins og nytsamur bjáni

Á síðustu mánuðunum fyrir kosningarnar 2016 voru Wikileaks samtökin í hlutverki nytsams bjána að mati Jótlandspóstsins því þau birtu stolnu tölvupóstana og ollu framboði Hillary Clinton þannig miklu tjóni og það kom Trump að miklu gagni.

Í dag liggur fyrir að heitasti draumur Pútíns rættist.

Trump sigraði og frá fyrsta degi sínum í embætti, sýndi hann Rússlandi, og ekki síst Pútín, mikinn skilning. Hann lýsti Pútín meðal annars sem „sterkum“ forseta.

Þess utan uppfyllti Trump algjörlega upp á eigin spýtur annan heitan draum Pútíns – það að skapa mikinn óróa og klofning meðal bandarísku þjóðarinnar. Áður fyrr gátu Bandaríkjamenn átti vini sem voru ósammála þeim um pólitík en í dag er það nánast útilokað. Margar fjölskyldur eru í dag klofnar vegna þessa.

Orðræða Trump á þar mikinn hlut að máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Í gær

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“