fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Allt erlent starfsfólk Domino’s fær íslenskunám hjá Bara tala

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. nóvember 2024 17:55

Jón Gunnar Þórðarson og Bylgja Björk Pálsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskukunnátta starfsfólks sem ekki á íslensku að móðurmáli á er allra hagur, ekki eingöngu fyrirtækja á Íslandi heldur einnig starfsfólks þar sem íslenskukunnátta eykur möguleika þeirra á vinnumarkaði, opnar þeim leið inn í samfélagið og það er líklegra til að vera ánægt í starfi. 

Domino’s Pizza hefur ákveðið að bjóða öllu erlendu starfsfólki sínu íslenskunám hjá Bara tala. Samstarf Domino’s og Bara tala hófst fyrir um mánuði og nú hefur appið þeirra verið innleitt fyrir allt erlent starfsfólk, eins og segir í tilkyningu. 

Árangurinn hefur strax komið í ljós en mikil ánægja er með framtakið meðal starfsfólks Domino’s.  „Mér finnst þetta frábært app,“ segir Oksana Kora, starfsmaður Domino’s. Hún hefur notað appið í um 15 klukkustundir og henni hefur strax farið ótrúlega fram. „ Það er svo erfitt að finna gott app til að læra íslensku en Bara tala er alveg frábært,“ segir Oksana. 

„Hjá Domino’s starfar stór hópur fólks sem ekki talar íslensku“, segir Bylgja Björk Pálsdóttir, mannauðsstjóri Domino’s á Íslandi. Mikilvægt sé að þau fái tækifæri til að læra tungumálið: „Okkur finnst það skipta miklu máli. Þannig kemst líka starfsfólk hraðar inn í íslenskt samfélag og líður betur.“ 

Bylgja Björk segir að Bara tala henti hópnum mjög vel: „Hver og einn getur lært á sínum tíma og á sínum hraða óháð getustigi og vinnutíma. Þátttaka starfsfólks hefur farið fram úr væntingum og við erum spennt fyrir framhaldinu.“ 

Nýtist fleirum en starfsfólki Domino’s 

Samstarfið við nýsköpunarfyrirtækið Bara tala hefur nú þróast enn frekar þar sem íslenskunámið hefur verið sérsniðið að starfsemi Domino’s. Þetta felur í sér sérhæfð námskeið fyrir starfsfólk sem vinnur við pizzugerð og heimsendingarþjónustu. Auk þess hafa gagnvirkir setningalistar verið þýddir frá ensku, spænsku, litháísku, pólsku og úkraínsku yfir á íslensku sem gerir erlendu starfsfólki kleift að læra mikilvægar setningar og hugtök tengd starfi sínu. 

„Það er frábært að sjá fyrirtæki eins og Domino’s sem hefur verið leiðandi í verslun og þjónustu á Íslandi síðastliðin 30 ár taka þetta skref og gera íslenskuna aðgengilegri,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, forstjóri Bara tala.  

„Við höfum haft gaman af því að hanna stafrænt íslenskunám með myndrænum vísbendingum um pítsur, brauðstangir og pítsusósu. Það gerir líka tungumálanámið bæði skemmtilegra og gagnlegra. Þetta nýtist ekki bara starfsfólki Domino’s, heldur einnig þeim fjölmörgu sem eru nú þegar að læra íslensku í gegnum Bara tala,“ segir Jón Gunnar. 

Bara tala – stafrænt íslenskunám á vinnustaðnum 

Bara tala hefur sannað sig sem öflugt tæki til að bæta íslenskukunnáttu erlends starfsfólks í íslenskum fyrirtækjum. Appið býður upp á sveigjanlegt nám sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er, en að auki er það hannað til að styðja við tungumálanám sem tengist starfi notendanna. Á innan við einu ári hafa yfir 70 fyrirtæki og 10 sveitarfélög innleitt Bara tala til að hjálpa erlendu starfsfólki sínu að ná tökum á íslenskunni. Samstarfið við Domino’s er dæmi um hvernig fyrirtæki geta nýtt tæknina til að auka færni starfsfólks og stuðla að betri aðlögun á vinnustaðnum og í samfélaginu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“