fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Formaður BÍ segir málatilbúnað Jóns skólabókardæmi um þöggunartilburði og atlögu að tjáningarfrelsi blaðamanna

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. nóvember 2024 17:29

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands og Jón Gunnarsson fyrrum ráðherra og sérstakur fulltrúi forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tilraunir Jóns Gunnarssonar til þess að grafa undan trúverðugleika blaðamanna Heimildarinnar vegna afhjúpunar fjölmiðilsins á máli tengdu honum og Hval ehf eru skólabókardæmi um þöggunartilburði og þá um leið atlaga að tjáningarfrelsi blaðamannanna,“

segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands í færslu á Facebook.

Sjá einnig: Heimildin birtir fréttina sem byggist á leyniupptökunum: „Við getum aldrei talað um að hann sé að gera það fyrir vin sinn“

„Aðferðin sem Jón beitir, að ráðast gegn blaðamönnum og reyna að sá tortryggni um  vinnubrögð þeirra og fagmennsku, er alþekkt, ekki síst í löndum þar sem fjölmiðlafrelsi er skert – og við þekkjum því miður allt of mörg dæmi þess að henni sé beitt hér á landi. Við höfum því miður einnig dæmi þess að blaðamönnum sé hótað lögsóknum, líkt og Jón gerir jafnframt, og að blaðamönnum og/eða fjölmiðlum sé gerðar upp sakir um að annarlegar hvatir búi að baki umfjöllun þeirra, líkt og Jón dylgjar um varðandi tengsl Heimildarinnar við tvo frambjóðendur Samfylkingarinnar.”

Sjá einnig: Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

„Það er alvarlegt þegar stjórnmálamaður í valdastöðu segir ósatt til um aðkomu blaðamanna að máli sem leiðir til umfjöllunar sem sýnir hann í neikvæðu ljósi. Hann lætur að því liggja í Facebook færslu sinni að Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, blaðamenn Heimildarinnar, hafi í nafni „svokallaðrar rannsóknarblaðamennsku” tekið þátt í „vel skipulögðum blekkingarleik” þar sem maður villti á sér heimildir sem erlendur fjárfestir í samskiptum við son Jóns til að komast yfir upplýsingar tengdar hvalveiðum. Það sem Jón segir vísvitandi ekki í stöðufærslu sinni, né í viðtali á Bylgjunni í morgun, er að líkt og Ingibjörg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, greindi frá í dag var Jóni fullljóst að Heimildin hafði enga aðkomu að atburðarásinni í aðdraganda upptakanna, né upptökunum sjálfum.

Blaðamennirnir fengu, líkt og mögulega fleiri, upptökurnar í hendurnar fyrir helgi, eins og fram kemur í umfjöllun Heimildarinnar um málið, og gera það sem blaðamenn eiga að gera: meta trúverðugleika upplýsinganna og hvort þær eigi erindi við almenning, setja þær í samhengi og skýra. Hlutverk blaðamanna er ekki síst að krefja valdhafa svara, líkt og þarna er gert – þótt valdhafanum sjálfum finnist það óþægilegt. Þegar blaðamenn fá í hendur upplýsingar sem ótengdir aðilar hafa mögulega aflað með vafasömum hætti, líkt og á við um flest ef ekki öll stærstu og afdrifaríkustu fréttamál sögunnar, þurfa þeir framar öllu að meta hvort vegi þyngra hagsmunir almennings eða friðhelgi einkalífs þess sem upplýsingarnar fjalla um. Það er matsatriði í hvert skipti en dómstólar, bæði hér á landi sem erlendis, hafa skorið úr um það með ótvíræðum hætti að fjölmiðlum er heimilt að vinna fréttir upp úr slíkum gögnum.”

Viðbrögð Jóns Gunnarssonar eru því engin nýmæli, því miður, hins vegar má velta því fyrir sér hvort viðbrögð lögreglu og ýmissa stjórnmálamanna við umfjöllun um skæruliðadeild Samherja hafi lækkað þröskuldinn fyrir því að reynt sé að grafa undan trúverðugleika  blaðamanna með þessum hætti. Það hefur áður gefist vel að fá lögregluna til aðstoðar við að beita kælingaráhrifum í óþægilegum málum með tilhæfulausum rannsóknum. Og um leið að beina athyglinni frá umfjölluninni sjálfri – sem er meginmarkmið þess sem ósáttur er við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“