fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Eyjan
Mánudaginn 11. nóvember 2024 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bar til um þessar mundir að sú furðufregn barst að nafngreindir fjölmiðlamenn hefðu gert út tálbeitu af erlendum uppruna til að þykjast líklegur til stórræða í fasteignaviðskiptum hérlendis, en tilgangurinn hafi verið þau undirmál að þýfga ungan fasteignasala um afstöðu föður hans til hvalveiða.

Faðirinn, Jón Gunnarsson, þingmaður, var þá og er enn óbreyttur þingmaður, hefur aldeilis ekki legið á skoðunum sínum um mikilvægi hvalveiða hér við land. Skynsöm sjálfbær nýting náttúruauðlinda heitir það á tyllidögum.

Það hafi svo gerst nýverið að þessir tilteknu blaðamenn hafi gert tilraun til að hlýða Jóni Gunnarssyni yfir atriði sem tálbeitan hafði komist að.

Svarthöfði játar að hann á erfitt með að grynna í þessu máli. Hvernig er það rökrétt framvinda í fasteignaviðræðum að spyrja menn út í afstöðu föður fasteignasalans til hvalveiða þegar hvert mannsbarn hér á landi, og jafnvel víðar, er vel heima í því atriði?

Nú er Jón Gunnarsson vörpulegur maður til orðs og æðis og ætti ekki að bregða við aulalegar tilraunir erlendrar tálbeitu til að grafa upp afstöðu hans til þessa atvinnuvegar.

Svarthöfða fannst því bera nýrra við þegar hann las samfélagsmiðlafærslu Jóns í morgunsárið þar sem þingmaðurinn þrengir sér í búning fórnarlambsins og sér samsæri í öllum hornum. Á þessu framferði tálbeitunnar hlýtur að vera önnur og bitastæðari skýring en þar er haldið fram.

Svarthöfða finnst önnur hlutverk en hlutverk fórnarlambsins fara Jóni betur og ef þetta á að vera leikur til að snúa við arfaslöku gengi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum undanfarið, sýnist Svarthöfða að það skot hafi geigað.

Það veit þó á gott að þótt vælubíllinn eigi annríkt nú um stundir, munar hann ekkert um að renna við hjá Jóni og bjóða honum far á bláum ljósum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!

Ágúst Borgþór skrifar: Meiri starfslaun, takk!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Treystum kjósendum
EyjanFastir pennar
17.11.2024

Vandamál okkar eru léttvæg

Vandamál okkar eru léttvæg
EyjanFastir pennar
16.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
EyjanFastir pennar
08.11.2024

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?

Steinunn Ólína skrifar: Hvernig getum við skilið heiminn?
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn