Forráðamenn Al-Ettifaq í Sádí Arabíu eru að missa þolinmæðina og munu funda með Steven Gerrard í vikunni og sjá hvort hann eigi framtíð hjá félaginu.
Al-Ettifaq er í krísu, liðið hefur aðeins sótt eitt stig í síðustu sjö leikjum og er mikið ósætti í kringum félagið.
Tæpir tveir mánuðir eru frá síðasta sigurleik og er til skoðunar að reka Gerrard úr starfi.
Gerrard er með samning til 2027 og því þarf Al-Ettifaq að rífa fram væna summu ef hann verður rekinn. Gerrard er með 15 milljónir punda í árslaun.
Gerrard er orðaður við starfið hjá Rangers ef hann verður rekinn úr starfi í Sádí Arabíu.