fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Reynir birti samtal við heimildamanninn fyrir mistök í pistli þar sem sparkað var í Snorra

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. nóvember 2024 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, gerði meinleg mistök í pistli sem birtist á vefsíðu fjölmiðilsins á sunnudaginn. Um var að ræða svokallaðan „orðróm“ sem Reynir heldur úti en í umræddum pistli greinir hann frá því að Snorri Másson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík suður, hafi verið púaður niður af sviði á herrakvöldi á Selfossi um sömu helgi.

Hafi Miðflokksmaðurinn átt að mæta þar til að halda skemmtiræðu en gestum þótt orðavaðallinn of pólitískur og meðal annars hrópað: „Er þetta einhver helvítis kosningafundur?“

Eitthvað fát hefur hins vegar verið á Reyni því auk pistilsins birti hann um stundarsakir messenger-samskipti sín við heimildarmanninn, Karen K, sem mun vera almannatengillinn Karen Kjartansdóttir. Reynir á að hafa vitað til þess að hún hafi haft upplýsingar um hvað gekk á og fengið þaðan efnivið í pistilinn. Samskiptin voru sýnileg á vef Mannlífs í stutta stund en þó nægilega lengi til að netverji tók skjáskot sem síðan fór á flug.

Messenger-samskiptin sem áttu ekki að koma fyrir sjónir neins

Vísir fjallaði um málið nú fyrir stundu en þar er haft eftir Snorra að hann kannist ekki við hafa verið púaður niður af sviðinu. Hins vegar hafi einhverjir Framsóknarmenn í salnum verið sárir yfir málflutningi hans og erfi hann það ekki við þá. Undir þau orð tekur veitingamaðurinn Tómas Þóroddsson, sem stóð fyrir kvöldinu. Snorri hafi að hans sögn klárað ræðu sína en eitthvað hafi þó borið á frammíköllum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands