David Coote dómari í ensku úrvalsdeildinni hefur komið sér í klípu eftir að myndband af honum lak í umferð.
Þar er hann að ræða um Liverpool og segir meðal annars. „Jurgen Klopp er tussa,“ segir Coote.
Hann ræðir svo meira um Klopp og Liverpool en myndbandið virðist hafa verið tekið fyrir einhverju síðan.
Hann las yfir mér þegar ég dæmdi leik hjá þeim gegn Burnley. Hann sakaði mig um að ljúga og lét mig heyra það. Ég hef engan áhuga á að tala við svona hrokagikk,“ segir Coote.
Coote var dómari í leik Liverpool og Aston Villa um helgina en þetta myndband gæti haft mikil áhrif.
Undir lokin á myndbandinu biður Coote um að myndbandið fari ekki neitt en nú er það farið út.
David coote ladies and gentlemen pic.twitter.com/WDHc36a7Mn
— Josh (@Josh97LFC) November 11, 2024