fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fréttir

Majónes-drottningin Kleópatra vinnur enn einn sigurinn fyrir dómi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. nóvember 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem eignarhaldsfélagið Sandeyri, sem er að stórum hluta í eigu Kleópötru Stefánsdóttur, kenndri við Gunnars Majónes, var sýknað að hluta af kröfum minnihlutaeiganda í félaginu.

Málavextir eru þeir að minnihlutaeigandi sem fór með 5% eignarhlut í félaginu gerði kröfu um að Kleópatra myndi greiða sig út úr félaginu í krafti minnihlutaverndar. Upphaflega hafði hann gert kröfu um að fá greiddar 65 milljónir fyrir sinn hlut, en eftir ítrekuð matsmál var komist að þeirri niðurstöðu að virði hlutarins væri 19,3 milljónir króna. Vildi minnihlutaeigandinn ekki una þeirri niðurstöðu þar sem hann taldi sig hafa orðið fyrir kostnaði við málið upp á ca. 10 milljónir og vildi fá þær greiddar og stefndi hann því málinu fyrir dóm og gerði kröfu um greiðslu 33,3 milljóna króna ásamt dráttarvöxtum.

Héraðsdómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að viðmið um útreikninga dráttarvaxta dags væri ekki rétt af hendi stefnanda og ýmis kostnaður, meðal annars innheimtukostnaður og lögmannskostnaður, væri ofreiknaður og ætti ekki rétt á sér. Var því niðurstaða héraðsdóms að sýkna Kleópötru að hluta af kröfum stefnanda og lækkaði dómurinn kröfuna niður í 25,9 milljónir með dráttarvötum. Tekið skal fram að Kleópatra vildi una niðurstöðu dómkvadds mats sem hljóðaði upp á 19,3 milljónir.

Samkvæmt dómnum nemur heildarlækkun frá kröfum stefnanda 7,4 milljónum króna.

Lögmaður Kleópötru, Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Lögmaður stefnanda var Pétur Már Jónsson en hann var ekki viðstaddur dómsuppsögu.

Varð „æðstiprestur“ í majónes-fjölskyldunni

Hið þjóðþekkta fyrirtæki, Gunnars Majones, var stofnað árið 1960  og majones, sósur og ídýfur fyrirtækisins hafa áratugum saman verið á borðum landsmanna. Tengsl  Kleópötru við fyrirtækið hófust fyrir árið 2009 en það ár náði hún öllum völdum í fyrirtækinu. Hún var þá ráðin forstjóri Gunnars Majóness og kom ráðningin á óvart en hún hafði áður sinnt andlegum málefnum og skáldsagnaskrifum. Var hún í miklu vinfengi við dætur Gunnars heitins, stofnanda fyrirtækisins. Var hún í kjölfarið kölluð majónesdrottning, sögð vera æðstiprestur einhvers konar „sértrúarsafnaðar“ sem bæri að varast og jafnvel sögð vera hliðarsjálf Jesú Krists.

Gunnars Majónes hf. varð gjaldþrota árið 2014. Kleópatra keypti upp eignir þrotabúsins fyrir hrakvirði og hélt rekstrinum áfram á nýrri kennitölu en undir nafninu Gunnars Majónes ehf.

Í byrjun árs 2022 var svo greint frá því að félagið væri til sölu og sumarið 2022 festi Kaupfélag Skagfirðinga kaup á félaginu.

Deilur hafa verið um eignarhald og rekstur þessa fornfræga fyrirtækis en nú má fastlega reikna með því að punktur hafi verið settur aftan við þá átakasögu og deilunum um Gunnars Majoness sé lokið.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar