fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Bjóst ekki við þessu þegar hún opnaði sendingu frá Shein – Fór beint á slysadeild

Pressan
Mánudaginn 11. nóvember 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu of fimm ára kona í Þýskalandi fékk heldur meira en hún bað um þegar hún pantaði sér kjól, skó og eldhúsvog hjá kínverska netrisanum Shein í lok október.

Þegar hún opnaði sendinguna og stakk höndinni ofan í pokann fann hún skyndilega að eitthvað virtist stinga hana í fingurinn. Þegar hún gáði hvað væri eiginlega í gangi brá henni mikið enda reyndist vera sprelllifandi sporðdreki ofan í pokanum. Þýska blaðið Bild greinir frá þessu.

Það varð konunni ef til vill til happs að hún vissi nákvæmlega hvað hún átti að gera í þessum aðstæðum, en þessi tiltekna tegund sporðdreka er eitruð og getur eitrið haft mjög skaðleg, jafnvel banvæn áhrif,

„Í heimalandi mínu, Sýrlandi, hafði ég lært að til að koma í veg fyrir alvarleg áhrif væri sniðugt að skera í fingurinn rétt við stunguna til að hleypa eitrinu út.“

Konan fékk nágranna sinn til að hringja eftir sjúkrabíl og var hún flutt á slysadeild. Fingurinn – og höndin öll raunar – var orðinn mjög bólginn þegar þangað var komið.

Konan var undir eftirliti á sjúkrahúsi í tæpan sólarhring og fékk að fara heim til sín eftir að læknar höfðu gengið úr skugga um að eitrið hefði ekki haft skaðleg áhrif á líffæri hennar, svo sem nýru, lifur og hjarta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Hvað varð um börnin fimm sem hurfu sporlaust á jóladag? Fjöldi kenninga á lofti enn þann dag í dag

Hvað varð um börnin fimm sem hurfu sporlaust á jóladag? Fjöldi kenninga á lofti enn þann dag í dag
Pressan
Í gær

Konunglega hneykslið sem var falið 35 km frá höllinni

Konunglega hneykslið sem var falið 35 km frá höllinni
Pressan
Í gær

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Í gær

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti
Pressan
Í gær

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Í gær

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?