Landsdómararáðstefna fór fram í höfuðstöðvum KSÍ að Laugardalsvelli um liðna helgi þar sem þátt tóku um 70 manns – dómarar og eftirlitsmenn. Á ári hverju eru haldnar að jafnaði þrjár slíkar ráðstefnur.
Á meðal umfjöllunarefna að þessi sinni voru samskipti leikmanna og dómara þar sem Kristinn Óskarsson fyrrverandi körfuknattleiksdómari flutti erindi.
Æfingatímabil dómara þar sem Frosti Viðar Gunnarsson fyrrverandi alþjóðadómari og núverandi eftirlitsmaður fór yfir málin og stýrði þrekprófi, dómaranefnd fjallaði um samvinnu dómara og aðstoðardómara þar sem þátttakendum var skipt var upp í vinnuhópa, og farið var yfir áherslur dómaranefndar fyrir undirbúningstímabilið.