fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Fjölskylda með ungt barn nærri hrifsuð á haf út í Reynisfjöru – „Ég er enn þá reiður út í þessa foreldra“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 11. nóvember 2024 11:30

Það var ekki svona gott veður í Reynisfjöru í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður var vitni að því að því í gær að þriggja manna fjölskylda var hætt komin í Reynisfjöru. Faðirinn náði að bjarga konu sinni og ungri dóttur þegar aldan reyndi að hrifsa þau á haf út.

Ferðamaðurinn gerir grein fyrir þessu á samfélagsmiðlinum Reddit í gær og segir að atvikið hafi gerst fyrr um daginn.

„Í dag var þriggja manna fjölskylda nærri hrifsuð á haf út í Reynisfjöru. Barnið var sennilega 10 eða 11 ára,“ segir hann. „Þau voru óábyrg og að leika sér að öldunum. Sem betur fer náði maðurinn að toga eiginkonu sína og dóttur úr öldunni, annars hefði eitthvað hræðilegt komið fyrir.“

Segist hann hafa verið í Reynisfjöru með þriggja ára dóttur sinni og sjötugri móður. Voru þau að taka myndir úr fjarlægð en náðu þó ekki mynd af atvikinu.

„Ég er enn þá reiður út í þessa foreldra sem komu barni sínu í þessa hættu,“ segir hann. „Fólk hunsar aðvörunarskiltin og fer og leikur sér að öldunum. Sjórinn var sérstaklega hættulegur í dag út af vindi og rigningu.“

Kannski ekkert hægt að gera

Hafa spunnist nokkrar umræður um færsluna og segja sumir að þetta sé alls ekki einsdæmi.

„Þetta gerist því miður ná næstum því hverjum degi. Kannski þarf að setja upp eitt stórt skilti,“ segir einn netverji.

Annar nefnir að það gæti hjálpað að setja upp skjá með myndbandi af hættulegu atviki úr fjörunni, til þess að fólk gæti séð hvernig sjórinn reynir að hrifsa til sín fólk.

„Óvinsæl skoðun en …. það eru viðvörunarskilti þarna. Það er líka hægt að lesa allt um þessa hættu á internetinu en það virðist samt ekki vera nóg. Kannski verður aldrei hægt að birgja brunninn fyrir sumt fólk,“ segir annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars