fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Myndband af Joe Biden á ströndinni vekur athygli – Vekur upp spurningar um heilsufar hans

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. nóvember 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir Joe Biden Bandaríkjaforseta á ströndinni skammt frá heimili sínu í Delaware í Bandaríkjunum um helgina hefur vakið talsverða athygli.

Á myndbandinu, sem birtist á vef Mail Online og má sjá hér að neðan, sést forsetinn á ferð með eiginkonu sinni, Jill Biden, og hefur það vakið athygli margra netverja hversu óstöðugur hann var á fótum.

Þá hefur Jill verið gagnrýnd fyrir að halda ekki í eiginmann sinn þar sem hann var augljóslega nálægt því að detta nokkrum sinnum.

„Þetta er ógeðslegt. Jill virðist vera alveg sama þó að maðurinn hennar sé við það að borða sand á hverri stundu,“ sagði einn. Annar bætti við: „Ég myndi skammast mín ef þetta væri faðir minn eða eiginmaður og ég myndi ekki koma honum til hjálpar.“

Biden er nú að fara í gegnum sínar síðustu vikur í embætti en hann hugðist bjóða sig fram til forseta á nýjan leik. Efasemdir fóru að heyrast um hæfi hans til embættisstarfa vegna aldurs og heilsufars, ekki síst eftir afleita frammistöðu í kappræðum gegn Donald Trump í sumar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður