fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Áslaug Arna hjólar í „stóra plan Samfylkingarinnar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. nóvember 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftiráskýringar Samfylkingarinnar standast enga skoðun. Málflutningur þeirra snýst öðru fremur um að hafa horn í síðu þeirra sem skapa, taka áhættu og ná árangri í störfum sínum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar skrifar hún um „stóra plan“ Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar sem fara fram eftir tæpar þrjár vikur.

„Stóra plan Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni snýr að því að hækka skatta þó undir því yfirskini að eingöngu sé verið að tala um „þá sem hafi breiðari bök.“ Svo virðist sem spjótum Samfylkingarinnar sé þó fyrst og fremst beint að venjulegu, vinnandi fólki,“ segir Áslaug í grein sinni og bætir við að markmiðið sé að skapa þau hughrif að fjármagnseigendum sé hyglað á kostnað almennings í landinu, venjulegs fólks.

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi

„Þvæld orðræða Samfylkingarfólks brýst út í hannaðri hugtakanotkun á borð við „ehf.-gatið“ svokallaða og „glufur“ sem frambjóðendur Samfylkingar vilja taka sig saman um að loka,“ segir hún og bætir við að ef litið er fram hjá „orðskrúðinu“ þá vilji Samfylkingin takmarka möguleika fólks sem stendur í eigin rekstri og telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur.

„Forsendur tillagnanna hljóta því að gera ráð fyrir því að skattalegt hagræði fáist af því. Engu slíku er þó fyrir að fara og í raun eru þessu öfugt farið. Samfylkingarmaðurinn Víðir Reynisson heldur því fram í gær fram að hið meinta „ehf.-gat“ snúist um að jafna skattbyrði af 1.300 þúsund króna tekjum hvort sem þær fást greiddar sem launatekjur eða í gegnum rekstur einkahlutafélags,“ segir Áslaug í Morgunblaðsgreininni og bætir við að fjármagn sem tekið er út úr félagi sem arður beri þegar allt kemur til alls hærri skatt en hefðbundin laun. Nefnir hún dæmi máli sínu til stuðnings.

„Af 1.300 þúsund króna launum nemur virk skattprósenta 31% og fær viðkomandi 897 þúsund krónur í vasann. Greiði sami einstaklingur sér jafn háar tekjur í gegnum ehf.-félagið sitt þarf hann fyrst að greiða 21% fyrirtækjaskatt af hagnaði félagsins og svo 22% fjármagnstekjuskatt þegar fjármagnið er tekið úr rekstrinum. Í því tilfelli nemur virka skattprósentan 38,4% og fær hann 800 þúsund krónur í vasann.“

Áslaug segir að ekki verði annað séð af tillögum þeirra en að tilgangurinn sé að slá ódýrar pólitískar keilur.

„Slíkar æfingar höfum við öll séð áður í kosningabaráttu. Verra er þegar þeir sem standa í sjálfstæðum rekstri – langflestir í litlum fyrirtækjum – fá ekki að njóta sannmælis um framlag sitt til samfélagsins. Það eru gild rök fyrir því að píparar, smiðir, rafvirkjar, hárgreiðslumeistarar, bakarar og aðrir iðnaðarmenn stofni einkahlutafélag utan um þjónustu sína eða rekstur. Það sama má segja um forritara, ráðgjafa, hönnuði, bókara og fleiri,“ segir hún og bætir við að eftiráskýringar Samfylkingarinnar standist enga skoðun.

„Svo ég tileinki mér orðfæri Samfylkingarinnar, þá vill Sjálfstæðisflokkurinn stækka „ehf.-gatið“. Framtíðarsýn okkar er sú að auðvelda hugmyndaríku og drífandi fólki að stofna fyrirtæki og lækka skatta. Við eigum að bera virðingu fyrir vinnandi fólki og mikilvægu framlagi þess til samfélagsins. Við eigum að leyfa fólki að njóta árangurs af erfiði sínu, en ekki boða „plön“ sem þeim er síðan ætlað að greiða fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands