fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Eyjan
Mánudaginn 11. nóvember 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn er með heilsíðuauglýsingu í Bændablaðinu þar sem segir orðrétt: HÖLDUM ÁFRAM AÐ LÆKKA VEXTI – X-D. Þetta er vægast sagt kyndugt í ljósi þess að vextir hafa farið hækkandi í tíð vinstri stjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar þar sem stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið á annað ár hvorki meira né minna en 9,25 prósent. Vaxtaokrið á Íslandi hefur verið að sliga fólk og fyrirtæki á þeim sjö árum sem þessi vinstri stjórn hefur verið við völd með Sjálfstæðisflokkinn sem burðarás.

Orðið á götunni er að þetta bendi til algerrar örvæntingar hjá því fólki sem á nú að búa til auglýsingar og reyna að lappa upp á dauflega ímynd Sjálfstæðisflokksins. Spyrja má hvort flokkurinn hafi ráðið sér erlenda auglýsingastofu til að semja áróðurinn fyrir komandi kosningar, útlendinga sem vita ekki hvernig hefur verið umhorfs á Íslandi í valdatíð flokksins?

Annars er eftir því tekið að Sjálfstæðisflokkurinn er byrjaður að auglýsa í sjónvarpi og hefur látið gera mjög langa og rándýra auglýsingu sem virðist eiga að segja kjósendum að hér sé allt í himnalagi, allt gangi vel, allir séu glaðir og lukkulegir og eigi því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. En samt hrökklaðist vinstri stjórnin þeirra frá!

Reyndar er staðan þannig núna að Sjálfstæðisflokkurinn á digra sjóði, næga peninga til að reyna að bæta ímynd sína með auglýsingum og áróðri. Reykjavíkurborg leyfði flokknum að taka myndarlegan þátt í þéttingu byggðar – sem flokkurinn hefur annars gagnrýnt harkalega – með því að selja byggingarrétti á lóð sinni við Valhöll. Þess vegna átti flokkurinn 500 milljónir í sjóði um síðustu áramót, samkvæmt uppgjöri sem lagt var fram hjá Ríkisendurskoðun. Kjósendur geta nú fylgst með því hvernig þessum fjármunum sem fengust fyrir sölu byggingarréttar verður eytt í aðdraganda kosninganna.

Orðið á götunni er að nýjasta skoðanakönnun Morgunblaðsins, sem unnin er af Prósent, hafi valdið gríðarlegum titringi í herbúðum flokksins – og var hann þó mikill fyrir. Könnunin mældi Sjálfstæðisflokknum fylgi 12,3 prósenta kjósenda sem gæfi átta þingmenn í komandi kosningum. Miðað við það yrði þingflokkurinn skipaður einungis efstu mönnum í landsbyggðarkjördæmunum, efstu mönnum í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og þremur úr Kraganum. Þannig yrði þingflokkurinn skipaður fimm fráfarandi ráðherrum, þeim Bjarna Benediktssyni, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnu Hafsteinsdóttur, auk Bryndísar Haraldsdóttur, Ólafs Adolfssonar og Jens Garðars Helgasonar.

Á neyðarfundum í Valhöll um helgina var ákveðið að spara ekkert í auglýsingum og áróðri fram að kosningum og hika ekki við að ganga á sjóðinn sem sala byggingarréttarins við Valhöll hefur skapað. Orðið á götunni er að peningar geti ekki keypt atkvæði og árangur í kosningum ef málstaðurinn, að ekki sé minnst á verkin, er vondur og vonlaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?