Hún átti sér stað í klaustrinu Santo Espíritu del Monte. Það er umkringt fjöllum og telur lögreglan að morðinginn feli sig þar. Ekki er vitað hver hann er.
Talsmaður erkibiskupsdæmisins í Valencia sagði að árásarmaðurinn hafi brotist inn í klaustrið á laugardagsmorgun og hafi lagt leið sína í herbergi munksins og presta. Þar réðst hann á þá.
Sá látni var 76 ára og þeir særðu eru 57, 66 og 95 ára.
Lögreglan hefur ekki skýrt frá hvaða ástæða gæti legið að baki ódæðisverkinu og ekki hefur fengist uppgefið hvort hann beitti vopni við árásirnar.
Las Provincias hefur eftir vitnum að morðinginn sé miðaldra maður og að hann hafi sagst gera þetta í „guðs nafni“. Lögreglan hefur ekki staðfest þetta.