fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Þess vegna hræðast klámstjörnur Trump

Pressan
Mánudaginn 11. nóvember 2024 07:00

Donald Trump og klámstjarnan Stormy Daniels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin umrædda „Project 25“ stefnuskrá gæti hafa mikil áhrif á bandaríska klámiðnaðinn. Í inngangi þessar mjög svo íhaldssömu stefnuskrár, sem er einar 900 blaðsíður, segir að banna eigi klám og að allir sem dreifa klámi eða koma að framleiðslu þess á einhvern hátt, eigi að enda í fangelsi.

Aftonbladet skýrir frá þessu og segir að í klámiðnaðinum óttist fólk að þessi mjög svo íhaldssama stefnuskrá muni gera út af við klámiðnaðinn.

En stefnuskránni er ekki aðeins beint að klámiðnaðinum sjálfum, því einnig þeir sem „dreifa“ klámi, til dæmis kennarar eða bókasafnsfræðingar, eiga að mati höfunda stefnuskrárinnar að vera flokkaðir sem „kynferðisbrotamenn“.

Einnig kemur fram að loka eigi tæknifyrirtækjum, sem aðstoða við dreifingu kláms, og að klám sé „ávanabindandi og sálfræðilega niðurlægjandi“.

Þessar róttæku tillögur hafa ekki farið framhjá klámiðnaðinum og segir Aftonbladet að margir hafi áhyggjur af þessu, allt frá fatafellum til fólks sem verður sér út um aukapening með því að selja efni á OnlyFans.

Demókratar hafa lengi sakað Donald Trump um að ætla að fylgja Project 25 stefnuskránni en því hefur hann neitað og raunar hefur hann þvertekið fyrir að vita neitt um þess stefnuskrá.

CNN segir að minnst 140 manns, sem störfuðu með Trump þegar hann var forseti frá 2016 til 2020, komið að gerð stefnuskrárinnar. AP hefur einnig bent á að margt sé líkt með Project 25 og opinberri síðu Trump, „Agenda 47“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar
Pressan
Í gær

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól

Nokkrir sögulegir atburðir sem gerðust um jól
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“