Aftonbladet skýrir frá þessu og segir að í klámiðnaðinum óttist fólk að þessi mjög svo íhaldssama stefnuskrá muni gera út af við klámiðnaðinn.
En stefnuskránni er ekki aðeins beint að klámiðnaðinum sjálfum, því einnig þeir sem „dreifa“ klámi, til dæmis kennarar eða bókasafnsfræðingar, eiga að mati höfunda stefnuskrárinnar að vera flokkaðir sem „kynferðisbrotamenn“.
Einnig kemur fram að loka eigi tæknifyrirtækjum, sem aðstoða við dreifingu kláms, og að klám sé „ávanabindandi og sálfræðilega niðurlægjandi“.
Þessar róttæku tillögur hafa ekki farið framhjá klámiðnaðinum og segir Aftonbladet að margir hafi áhyggjur af þessu, allt frá fatafellum til fólks sem verður sér út um aukapening með því að selja efni á OnlyFans.
Demókratar hafa lengi sakað Donald Trump um að ætla að fylgja Project 25 stefnuskránni en því hefur hann neitað og raunar hefur hann þvertekið fyrir að vita neitt um þess stefnuskrá.
CNN segir að minnst 140 manns, sem störfuðu með Trump þegar hann var forseti frá 2016 til 2020, komið að gerð stefnuskrárinnar. AP hefur einnig bent á að margt sé líkt með Project 25 og opinberri síðu Trump, „Agenda 47“.