fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Manntjón rússneska hersins í október sló fyrri met

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. nóvember 2024 04:22

Úkraínskir hermenn taka hergögn af föllnum rússneskum hermanni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að rússneski yfirvöld fari með upplýsingar um manntjón hersins í stríðinu í Úkraínu sem ríkisleyndarmál, þá þýðir það ekki að engar upplýsingar liggi fyrir um það.

Erlendar leyniþjónustustofnanir og hermálayfirvöld birta reglulega tölur yfir áætlað manntjón Rússa í stríðinu og úkraínsk yfirvöld gera það einnig en úkraínski herinn er auðvitað í daglegri snertingu við það sem gerist á vígvellinum. Það verður þó að taka tölum Úkraínumanna með ákveðnum fyrirvara því ekki er ólíklegt að þeir ýki þær þar sem það getur þjónað hagsmunum þeirra að gera meira úr manntjóninu en staðreynd er.

En meðal annarra aðila sem birta reglulegar tölur yfir ætlað manntjón Rússa er breska varnarmálaráðuneytið.  John Healey, varnarmálaráðherra, ræddi nýlega við The Telegraph og sagði við það tækifæri að samkvæmt nýjustu tölum frá ráðuneyti hans, þá hafi manntjón Rússa í október slegið fyrri met. Að meðaltali féllu og særðust 1.353 rússneskir hermenn á dag og heildarfjöldi fallinna og særðra var 41.980 menn.

Fyrra metið var frá í maí síðastliðnum en þá féllu eða særðust 39.110 hermenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“