fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Eyjan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptar skoðanir eru á áreiðanleika Metils, sem er nýtt kosningalíkan sem spáir fyrir um úrslit í kosningum og byggir mat sitt á gögnum úr skoðanakönnunum, kosningaúrslitum fyrri ár, sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum sem og fleiri gögnum.

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason vakti athygli á líkaninu á Facebook þar sem hann bendir á að mýmörg dæmi séu um óáreiðanleika skoðanakannana og veltir fyrir sér hvort landinn sé eitthvað betur settur með spámennsku sem þessa. Hann skrifar á Facebook:

„Stjórnmál síðari tíma geyma endalaus dæmi um vitlausar skoðanakannanir. Og litlar líkur á að þær verði betri þótt þeim sé steypt saman með einhverjum lærdómi úr fortíð og það kallað líkan. Svo er líka spurning – hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum sem einatt eru uppspretta þarflausra vangaveltna?“

Egill vísar í frétt Vísis um kosningalíkanið sem spáir því að Vinstri græn, Sósíalistaflokkur Íslands og Lýðræðisflokkur nái líklega ekki inn á þing. Eins telur líkanið að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti um 17% greiddra atkvæða og hafi þannig betur en Miðflokkur og Viðreisn, en báðir flokkar hafa verið að mælast yfir Sjálfstæðisflokki í skoðanakönnunum.

Rithöfundurinn Illugi Jökulsson skrifar við færslu Egils að Íslendingar þurfi ekki að líta lengra en til Bandaríkjanna fyrir um viku til að meta áreiðanleika kannana og kosningalíkana. Þeir sem þar höfðu tröllatrú á skoðanakönnunum urðu margir fyrir sárum vonbrigðum þegar Donald Trump gekk mun betur en bjartsýnustu spár reiknuðu með.

„Miðað við hve skoðanakannanir og „kosningaspár“ hafa reynst illa jafnvel í guðeiginlandi (samanber forsetakosningarnar um daginn) þá ættu höfundar þeirra ekki að vera of vissir um fræði sín.“

Egill svarar Illuga og veltir því fyrir sér hvort þessar kannanir séu ekki meira tómstundagaman heldur en marktækar spár.

„Kannski frekar samkvæmisleikur eða tómstundagaman fremur en eitthvað sem mark er takandi á. Annars athyglisvert að hæstu og lægstu mark þarna eru ansi hreint rúm, semsé hægt að teygja og túlka ef þannig ber undir.“

Samkvæmt vefsíðu líkansins, metill.is byggir spáin á 4 þúsund hermunum úr tölfræðilíkani Metils.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?

Orðið á götunni: Hvað verður um Framsóknarflokkinn? – Hver tekur við forystunni?